Site icon Útvarp Saga

Hátt settir Kínverskir embættismenn sagðir hafa fengið bólusetningu áður en upplýst var um veiruna

Man Yan Ng segir háttsettan embættismann í Kommúnistaflokki Kína hafa afhjúpað, að hátt settir menn í forystu flokksins hafi verið bólusettir gegn veirunni í mars 2020 sem þýðir að þeir hafa vitað um veiruna minnst einu ári áður, þ.e.a.s. í mars 2019. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar fréttamanns í Stokkhólmi í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf segir að á fundi nýlega hjá kommúnistaflokknum montaði yfirmaður lyfjafyrirtækis sig af kostum kínverska bóluefnisins gegn veirunni og afhjúpaði að „flokkselítan hafði þegar verið bólusett í mars árið 2020.”

Kínverski kommúnistaflokkurinn er helst þekktur fyrir framgöngu sína gagnvart almennum borgurum í Kína og hefur núna meðal annars skipað fólki að hætta að versla hjá H&M, Adidas og Nike vegna gagnrýni á þrælavinnu Úígúra.

Þá segir Kommúnistaflokkurinn landsmönnum að sniðganga vesturlenskar búðir í Kína vegna gagnrýni Vesturlanda á ofbeldi kommúnista á Úígúrum. H&M kaupir t.d. ekki bómull framleiddan í þrælabúðum Úígúra í Xinjiang héraðinu.

Þá hafa ríki sem hafa verið í viðskipta og stjórnmálatengslum við Kína oft verið uppvís að meðvirkni gagnvart framgöngu Kínverja og er þar Ísland ekki undanskilið og er til að mynda frægasta dæmið um það framkoma Íslenskra stjórnvalda gagnvart Falun Gong, en hópurinn hefur lengi verið þyrnir í augum stjórnvalda í Kína.

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan

https://utvarpsaga.is/wp-content/uploads/viðtal-gústaf-skúlason-29.03.21.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla