Hefur engar neikvæđar afleiðingar fyrir Ísland að segja nei við orkupakka þrjú

    Frosti Sigurjónsson.

Það hefur engar afleiðingar fyrir Ísland verði orkupakka þrjú hafnað af stjórnvöldum, Þetta segir Frosti Sigurjónsson félagsmaður í samtökunum Okkar orka og fyrrverandi þingmaður. Frosti sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að allt tal um að höfnun orkupakkans geti haft alvarlegar afleiðingar séu eintómur hræðsluáróður “ hvað er það sem fólk óttast? að EES samningnum verði sagt upp? , það gerist ekki, það er nánast óframkvæmanlegt vegna þess að hvert einasta Evrópusambandsríki getur beitt neitunarvaldi þegar kemur að því, þau þurfa þá öll að verða sammála„,segir Frosti. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila