Heimildarmynd um Johnny King frumsýnd á næstunni

Í þættinum Slappaðu af ræddi Rúnar Þór við gesti sína, tónlistarmanninn Johnny King og kvikmyndagerðarmanninn Árna Sveinsson, um nýju heimildarmyndina Kúreki Norðursins: Sagan af Johnny King, sem verður frumsýnd í Bíó Paradís laugardaginn 14. september 2024. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Hlaut dómnefndarverðlaun

Myndin er söguleg og persónuleg innsýn í ævi Johnny King, sem hefur verið áberandi á íslensku country-senunni síðan á níunda áratugnum. Myndin, sem var áður sýnd á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg þar sem hún hlaut dómnefndarverðlaun, verður nú sett í almennar sýningar bæði í Reykjavík, á Selfossi og á Akureyri.

Hefur byggt upp skemmtilega Kántrý stemningu á Íslandi

Johnny King hefur átt langan og litríkan feril í íslensku tónlistarlífi. Í myndinni er fylgst með lífi hans, frá því að hann hóf tónlistarferilinn í samstarfi við aðra þekkta listamenn, þar á meðal Helga Björnsson, og hvernig hann byggði upp einstaka stöðu í íslenskri Kántýntry-tónlist. Árni Sveinsson, leikstjóri myndarinnar, ræddi um hvernig upptökur myndarinnar tóku nokkur ár og að það hefði verið mikilvægt að ná bæði gleði og áskorunum í lífi Johnny.

Hefur fengið mikið lof fyrir að spil fyrir fólk á virðulegum aldri

Johnny King hefur í gegnum tíðina verið þekktur fyrir að spila mikið á elliheimilum, auk þess að gefa út tónlist sína. Hann sagði í viðtalinu að það hefði verið mikil lífsfylling að fá að flytja tónlist fyrir eldri kynslóðir, þar sem hann hefði fundið fyrir mikilli hlýju og þakklæti frá áhorfendum.

Myndin sýnir persónulega og faglegar áskoranir Johnny King

Myndin fjallar einnig um áskoranir sem Johnny hefur staðið frammi fyrir, bæði persónulegar og faglegar. Leikstjórinn Árni Sveinsson sagði að persónulegt líf Johnny og hvernig tónlistin hefði mótað feril hans hefði verið lykilatriði í myndinni.

Myndin verður sýnd víða á landinu, og vonast er til að hún fái góðar viðtökur hjá almenningi, líkt og á Skjaldborgarhátíðinni.

Hlusta má á þáttinn hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila