
Miklar umræður eru um það á mörgum stöðum í heiminum, hvað fyrirbærið kona sé eiginlega. Margir sérfræðingar og hámenntaðir einstaklingar geta ekki lengur svarað þeirri einföldu spurningu „Hvað er kona?“ Eru Vesturlönd í vitsmunalegri kreppu? Hvað liggur að baki þessari úrkynjun á aldagömlum staðreyndum sem fram að þessu hafa reynst mannkyninu svo vel – að sjá og viðurkenna gang náttúrunnar?
DailyWire greinir frá heimildarmyndinni „Hvað er kona?“ sem Daily Wire framleiddi og boðin var ókeypis um tíma á Twitter 1. júní s.l. Frumsýning heimildarmyndarinnar á Twitter hefur slegið öll fyrri sýningarmet á jafn skömmum tíma, sem telja verður stórkostlegan sigur á ritskoðun samfélagsmiðla.
Yfir 170 milljónir áhorfa á nokkrum dögum
Tístið með þessari 90 mínútna heimildarmynd, þar sem Matt Walsh, þáttastjórnandi Daily Wire spyr áleitinna spurninga varðandi hugmyndafræðilegan grundvöll kynjahreyfingarinnar, hefur fengið meira en 170 milljónir áhorfa á nokkrum dögum sem gera hana að einni vinsælustu heimildarmynd allra tíma. Lokaþáttur „Game of Thrones“ frá HBO fékk 19,3 milljónir áhorfenda, þegar hann var frumsýndur árið 2019, innsetningarræða Joe Biden forseta dró 27,3 milljónir manns.
Þegar „Hvað er kona?“ var fyrst birt ókeypis fyrir notendur Twitter fimmtudaginn 1. júní, þá merkti Twitter myndina sem „hatursfulla hegðun“ og takmarkaði sýnileika hennar vegna tveggja tilvika um meinta „miskynjun.“ Elon Musk svaraði Jeremy Boreing, forstjóra Daily Wire, að um væri að ræða mistök á Twitter en notendur gátu hvorki endurtíst „líkað við“ eða jafnvel tjáð sig um færsluna alla nóttina.
Hörð viðbrögð við hatursmerkingu Twitters
Viðbrögð við ritskoðuninni voru hörð bæði hjá þekktum sem óþekktum tísturum sem spurðu, hvort „Twitter 2.0“ í höndum Musks væri sá málfrelsisvettvangur sem þeim var lofað. Reiðin jókst allan tímann, þar til takmörkunum var aflétt, þegar Musk sjálfur kynnti myndina með því að endurtísta færsluna. „Allir foreldrar ætti að horfa á þessa mynd“ sagði Musk í tístinu og festi efst á síðunni í kjölfarið.
Skyndilegt brotthvarf yfirmanns öryggisdeildar Twitter, Ellu Irwin, bætti svo olíu á eldinn. Sagan flaug um allan heim og hefur m.a. fengið margs konar umfjöllun fjöllmiðla eins og The Daily Beast, Variety, NBC News, CNN og National Review.
Sló út Kóngulóamanninn
Á sunnudaginn varð myndin efst á „vinsældarlista bestu kvikmynda heims“ á Rotten Tomatoes fyrir júnímánuð og sló út „Spider-Man: Into the Spider-Verse“ og „The Super Mario Bros. Movie.“
Þótt allir séu ekki sammála mörgu af því sem sagt er í myndinni, þá fagna margir heimildarmynd með umræðu sem þessari. „Þetta er alveg ótrúlegt“ tísti ástralski stjórnmálamaðurinn David Limbrick:
„110 milljónir áhorf eins og sprengja á nokkrum klukkustundum. Ég og konan mín horfðum á myndina. Það eru vandamál með hana en hún tekur líka alvarleg mál fyrir sem þarf að ræða. Einfaldlega að afgreiða myndina sem „transfóbíska“ og reyna að ritskoða hana eru engir valkostir lengur.“
Lila Rose, forseti lífsbaráttuhópsins Live Action tísti:
„Ég er ótrúlega hrifin af sköpunargáfu, skýrleika og hugrekki [Walsh] og myndar hans, #WhatIsAWoman. Ótrúlegt verk og mögnuð kvikmynd – sem allir verða að sjá.“
„Kvikmyndin sem þú verður að horfa á…“ tísti grínistinn Rob Schneider, sem fékk til liðs við sig blaðakonuna Megyn Kelly sem tísti: „Þessi mynd er mögnuð, upplýsandi, mikilvæg og hugrökk.“
Hér að neðan má sjá umgreind tíst ásamt kynningu á myndinni sem því miður er ekki lengur ókeypis heldur verður að kaupa áskrift á Daily Wire til að sjá hana í fullri lengd núna.
Twitter canceled a deal with @realdailywire to premiere What is a Woman? for free on the platform because of two instances of “misgendering.”
— Jeremy Boreing (@JeremyDBoreing) June 1, 2023
I’m not kidding.
Here's what happened:🧵1/16
This is quite incredible. 110m+ views on a rocket in a matter of hours. My wife and I just watched it. There are problems with it but there’s also serious issues raised that need to be discussed. Simply smearing it as “transphobic” and attempting to censor it isn’t an option… https://t.co/gSVAJdq2Ng
— David Limbrick MP 🌸 (@_davidlimbrick) June 3, 2023
Incredibly impressed with the creativity, clarity and courage of @MattWalshBlog and his film, #WhatIsAWoman. Amazing work and amazing film — a must watch. https://t.co/XAm4LQWfUn
— Lila Rose (@LilaGraceRose) June 3, 2023
This film is amazing, enlightening, important and brave. Pls watch! https://t.co/NhtkwPedlw
— Megyn Kelly (@megynkelly) June 2, 2023