Site icon Útvarp Saga

Heimildir lögreglumanns: Maxwell hafði frjálsan aðgang að bresku drottningarhöllinni

Lögregluþjónninn Paul Page, sem starfaði í Buckingham-höll á árunum 1998 til 2004, bar vitni um hvernig félagi hins fræga barnaníðings, dólgsins Jeffrey Epstein, – Ghislaine Maxwell, hafði „frjálsan aðgang“ að drottningarbústaðnum hvenær sem hún vildi og heldur því einnig fram, að hún hafi átt „náið samband“ með Andrew Bretaprins (myndTitanic Belfast/CC 2.0/skskYoutube).

Maxwell tíður gestur Andrew prins

Page heldur því fram að lögreglan sem vann í kastalanum, hafi fengið fyrirmæli um að hleypa Maxwell inn um leið og hún birtist og hún hafi oft sést „koma og fara“ frá dvalarstað Andrew Bretaprins.

„Henni var leyft að koma og yfirgefa höllina dag og nótt eins og henni hentaði… Ég og aðrir samstarfsmenn mínir litum á það eins og þau ættu í einhvers konar sambandi.“

Page segir ennfremur, að hann hafi séð Andrew Bretaprins og Maxwell í „náinni lautarferð“ á hallarsvæðinu og að það hafi gerst að Maxwell hafi heimsótt höllina allt að fjórum sinnum á einum og sama degi.

„Miðað við hvernig henni var leyft að koma og yfirgefa höllina eins og hún vildi, fór okkur að gruna að hún gæti hafa átt náið samband við Andrew prins.“

Nýlega fékk Ghislaine Maxwell, dóm sinn staðfestan eftir að hafa verið fundin sek umd kynlífssmygl á börnum undir lögaldri. Hún er dæmd í 20 ára fangelsi eins og fjölmargir fjölmiðlar hafa greint frá. Í ljósi þess alvarlega glæps sem Epstein og Maxwell stunduðu, hafði saksóknari hins vegar krafist 30 til 55 ára fangelsisvistar.

Jeffrey Epstein var sjálfur handtekinn í júlí 2019 grunaður um kynlífssmygl á börnum og hann fannst látinn á dularfullan hátt í klefa sínum í ágúst 2019. Margir valdamenn, frægt fólk og ungar stúlkur flugu til einkaeyju hans fyrir utan New New York með einkaflugvél Epsteins: Lolita Express. Þar er sagt, að kynlífsorgíur voru skipulagðar og að margar stúlkur sem voru undir lögaldri voru beittar kynferðislegu ofbeldi.

Buckingham höll og Andrew prins neita að tjá sig um samband prinsins við Maxwell.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla