Site icon Útvarp Saga

Heimsfréttirnar: Mikil sjónmengun sem stafar af vindmyllum í fallegri náttúru

Vindmyllur má sjá víða á Norðurlöndunum og telja margir sjónmengun stafa af þeim

Vindmyllur sem sem hafa verið settar upp í Noregi, Finnlandi og Svíþjóð eru mikil sjónmengun í annars fallegri náttúru. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hildar Sifjar Thorarensen í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur.

Hildur segir að á ferðalagi sínu yfir til Rússlands fyrir skömmu hafi hún meðal annars keyrt um firði þar sem vindmyllur hafa verið settar niður

það er alveg hræðilegt að sjá þetta í fallegum fjörðum, þetta er sett upp á hæsta punkt og er því mjög áberandi í umhverfinu, menn virðast svífast einskis í þessum efnum, stundum stendur maður við fallegt fjarðamynni með trjám og fallegu umhverfi en svo trónir vindmylla yfir þessu öllu saman, maður fær eiginlega illt í hjartað af því að sjá þetta„,segir Hildur.

Hlusta má á viðtalið hér að neðan

https://utvarpsaga.is/file/viðtal-hildur-sif-12-ágúst-1.mp3
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla