Ástandið í Palestínu og Ísrael hefur versnað mikið undanfarna mánuði, þar sem átök milli Ísraela og Palestínumanna hafa leitt til stórfellds mannfalls. Átökin eru að stigmagnast, og hundruð þúsunda almennra borgara hafa fallið. Þetta var meðal þess sem fram kom fram í máli Bjarna Haukssonar og Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í Heimsmálunum, en hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Ekki öll dauðsföll skráð í Palestínu
Í þættinum kom fram að töluverðar áhyggjur hafi komið fram um hvernig mannfallið er skráð. Mannfallið er oft aðeins tilkynnt þegar einhver greinir frá dauðsföllum sem hefur leitt til þess að mörg dauðsföll eru ekki skráð. Blokkir og byggingar eru lagðar í rúst og íbúar, sem ekki komast undan, deyja en skráningar á slíku mannfalli skortir oft. Talið er að fyrstu dagana hafi mannfallið í einstaka árásum verið miklu meira en skráð er opinberlega.
Mikill skortur á lífsnauðsynlegum vörum
Hernaðarviðbrögð Ísraels eru gríðarlega hörð með stöðugum loftárásum og umsátursaðgerðum sem hafa leitt til skorts á lífsnauðsynjum fyrir íbúa Palestínu. Hungursneyð, vatnsskortur og sjúkdómar fara vaxandi, sérstaklega á svæðum eins og Gaza, þar sem umsátur hefur haldið áfram mánuðum saman. Þetta hefur valdið hrikalegum aðstæðum fyrir almenna borgara sem búa við skelfilegar aðstæður.
Fjölmiðlar á vesturlöndum segja ekki frá umfangi mannfallsins
Þetta ástand hefur einnig haft áhrif á alþjóðasamfélagið, þar sem Ísrael er undir stöðugri gagnrýni fyrir hernaðaraðgerðir sínar. Það er þó ljóst að stríðið er ekki bara staðbundið, heldur eru alþjóðlegir hagsmunir á bakvið það, og vestrænir fjölmiðlar hafa tilhneigingu til að halda fréttaflutningi í lágmarki varðandi umfang mannfallsins. Þetta hefur leitt til þess að ástandið á svæðinu er oft skrumskælt og minni áhersla lögð á hörmungarnar sem eiga sér stað.
Ísrael með sterk tengsl við alþjóðleg stórveldi
Tengsl Ísraels við alþjóðleg stórveldi eru einnig mikilvæg í þessu samhengi þar sem ríki á borð við Bandaríkin hafa fjárhagslega og hernaðarlega hagsmuni í átökunum. Þetta veldur því að Ísraelar njóta oft stuðnings frá Vestrænum ríkjum þrátt fyrir harkalegar aðgerðir sínar. Íslenskir og evrópskir stuðningsmenn Palestínumanna hafa verið háværir í gagnrýni sinni á þessar hernaðaraðgerðir en alþjóðlegt ástand virðist lítið breytast.
Spennan er komin á hættustig
Þessi átök hafa leitt til mikilla deilna innan ísraelsku stjórnarinnar þar sem andstæð sjónarmið takast á um hvernig eigi að halda áfram með hernaðaraðgerðir. Á sama tíma er reiði meðal Palestínumanna vaxandi, og spennan á svæðinu virðist vera komin á hættustig. Samtakamáttur herskárra hópa á borð við Hammas og Hesbollah hefur aukist sem gerir ástandið enn flóknara.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan