Átökin á milli Ísraels og Hesbollah hafa haldið áfram að magnast undanfarna sólarhringa og virðist ekkert annað í kortunum að átökin haldi áfram að vinda upp á sig en slíkt gæti endað með skelfingu. Þetta segir Bjarni Hauksson þjóðfélagsrýnir en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í Heimsmálunum en hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Gríðarlega öflugar loftárásir á Líbanon
Ísraelsher hefur stóraukið loftárásir á svæði í Líbanon, þar sem talið er að vopnabúr og hernaðarstöðvar Hesbollah séu staðsettar. Árásirnar hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu og þúsundir manna hafa flúið heimili sín á þessum svæðum. Átökin eru einnig að harðna á Gaza svæðinu þar sem daglegar árásir hafa valdið miklum mannskaða, bæði meðal óbreyttra borgara og hermanna.
Ísrael kallar eftir frekari viðbrögðum frá Hesbollah
Bjarni Hauksson segir að Ísrael sé nú að takast á við átök á mörgum vígstöðvum í Mið-Austurlöndum og séu í raun að reyna að kalla fram viðbrögð frá Hesbollah. Hann útskýrir að Ísraelar séu að reyna að örva viðbrögð frá Hesbollah sem gætu kallað á frekari hernaðarafskipti Bandaríkjahers, sem hefur flota í nágrenni svæðisins. Bjarni bendir á að Bandaríkin hafi takmarkaðan tíma til að veita Ísrael stuðning vegna innri efnahagsvanda þeirra, þar sem afborganir af ríkisskuldum hafa orðið stærri en útgjöld til hernaðarmála. Ísrael er því að reyna að nýta sér þann hernaðarmátt Bandaríkjanna á meðan þeir hafa enn getuna til að grípa inn í.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan