Heimsmálin: Demókratar vilja losna við Biden og Kamölu í forsetaembættið

Demókratar í Bandaríkjunum eru sagðir íhuga að þrýsta á forsetann, Joe Biden, að segja af sér til að koma varaforsetanum, Kamölu Harris, í forsetaembættið. Þetta segir Íris Erlingsdóttir fjölmiðlafræðingur í Minnesota í Bandaríkjunum en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur í Heimsmálunum í dag.

Íris segir að þessi þrýstingur gæti orðið til þess að Biden segi af sér, annaðhvort í formi beinnar afsagnar eða þess að forseti þingsins fari formlega fram á afsögn Biden.

Ef Biden hættir sem forseti gæti Kamala Harris unnið í forsetakosningunum

Ef það raungerist, þá myndi Kamala Harris taka við sem forseti og að sögn Írisar er líklegt að fjölmiðlar sem styðja demókrata myndu lofsama þá niðurstöðu. Íris segir jafnframt að með þessari stöðu myndi Harris styrkja sig verulega og að hún gæti jafnvel unnið næstu forsetakosningar með yfirburðum, enda sé það þannig að sitjandi forseti sem sé í framboð er í mjög sterkri stöðu gagnvart keppinaut sínum.

Íris bendir einnig á að demókratar séu að skipuleggja mótmæli á flokksþingi sínu í Chicago, þar sem margir innan flokksins vilja draga úr stuðningi Bandaríkjanna við Ísrael.

Hvorki Kamala eða Tim Walz verið rannsökuð af FBÍ

Íris segir að bakgrunnur Kamölu Harris hafi ekki verið rannsakaður ítarlega, meðal annars af alríkislögreglunni (FBI) sem sé óvanalegt því forsetaframbjóðendur séu rannsakaðir mjög ítarlega. Sama eigi við um Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, sem hefur stutt lagasetningu sem leyfir börnum að gangast undir kynleiðréttingaraðgerðir, jafnvel þótt þau komi frá öðrum ríkjum þar sem slík aðgerðir eru takmarkaðar eða bannaðar. Íris útskýrir að þessi löggjöf, sem Walz studdi og hafi reyndar verið upphafsmaður að, geri það mögulegt fyrir foreldra að koma með börn sín til Minnesota til að láta framkvæma slíkar aðgerðir, óháð reglugerðum í heimaríkjum þeirra.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila