Heimsmálin: Donald Trump ætlar að taka á Hamas og frelsa gíslana

Donald Trump sagði á landsfundi Repúblikana að hann ætlar að frelsa gísla Hamas og taka á því ofbeldi sem samtökin hafa orðið uppvís af og því ljóst að Hamas eigi ekki góða daga framundan. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Írisar Erlingsdóttur fjölmiðlafræðings í Heimsmálunum í viðtali við Arnþrúði Karlsdóttur í dag en þær ræddu meðal annars um ummæli Trump á landsfundi Repúblikana flokksins sem lauk í Millwaukee í Wisconsin í gær.

Trump lofaði að tryggja að gíslarnir á Gaza kæmu aftur heim og að Bandaríkin myndu vinna að því að útrýma Hamas. Trump lagði mikla áherslu á að styrkja stöðu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi og sagði að Bandaríkin yrðu að sýna að þau væru sterkust í utanríkismálum.

Bandaríkin stöðvi hernaðarútgjöld erlendis

Trump gagnrýndi forystu Evrópusambandsins fyrir að vera ólýðræðisleg og segir Íris að með vali sínu á varaforseta væri stefnt að því að Bandaríkin fjármagni ekki stríð erlendis. Trump hefur áður sagt að Bandaríkin myndu draga úr hernaðarútgjöldum til erlendra stríðsátaka og leggja meiri áherslu á innri málefni.

Trump ræddi ekki um NATO

Aðspurð sagði Íris aðTrump hafi ekki rætt sérstaklega um NATO en lagt áherslu á að hernaðarútgjöld erlendis yrðu stöðvuð. Hins vegar hafa margir áhyggjur af því að tegundir og magn vopna sem Bandaríkin senda til Úkraínu séu að ganga á birgðir landsins og hafi þar með áhrif á þeirra eigin varnir.

Vill stöðva grænar hugmyndir sem byggja á blekkingum

Trump lofaði að ógilda reglugerðir sem demókratar höfðu sett, þar á meðal bann við bensínbílum. Trump sagði að hann myndi færa bandaríska bílaframleiðslu í fyrra horf og strika yfir allar grænu hugmyndirnar sem byggi á blekkingumr, þó fór hann ekki nánar út í það hverjar þær væru.
Íris benti á að það væri áætlun í Kansas um að hætta kolavinnslu, en vegna eftirspurnar eftir rafmagni var hætt við það. Þetta sýnir, að hennar mati, að grænu áformin eru ekki alltaf framkvæmanleg í raunveruleikanum.

Þrýst á Joe Biden að hætta við forsetaframboð gegn Trump

Miklar áhyggjur eru innan Demókrataflokksins af framboði Joe Bidens. Þungaviktarmenn innan flokksins hafa hvatt Biden til að draga framboð sitt til baka. Þá hefur Biden greindist með Covid þrátt fyrir að hafa verið margbólusettur. Fjársterkir aðilar sem hafa stutt framboð Bidens hafa einnig rætt við hann um möguleikann á að draga sig í hlé.

Biden sjálfur hefur sagt að hann myndi aðeins draga sig til baka ef læknar ráðleggja honum það, en heilsufarsáhyggjur hans hafa vakið upp spurningar um hæfi hans til að leiða Bandaríkin áfram.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila