Heimsmálin: Efnahagsleg staða Bandaríkjanna hefur áhrif á hernaðarmátt þeirra

Efnahagsstaða Bandaríkjanna hefur versnað til muna á undanförnum árum og er það nú farið að hafa áhrif á getu þeirra til að viðhalda hernaðarafli á alþjóðavettvangi. Þetta segir Bjarni Hauksson þjóðfélagsrýnir en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í Heimsmálunum en hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Skuldir ríkissjóðs Bandaríkjanna hafa náð sögulegum hæðum

Fram kom í þættinum að skuldir ríkissjóðs Bandaríkjann hafi náð sögulegum hæðum og Bandaríkin eyða nú meiri peningum í afborganir af lánum en í hernaðarmál. Þetta ástand gæti haft veruleg áhrif á getu Bandaríkjahers til að taka þátt í alþjóðlegum átökum eins og þeir hafa gert hingað til.

Bandaríkjaher þarf að forgangsraða átakasvæðum af fjárhagslegum ástæðum

Bandaríkin hafi þurft að endurmeta hernaðarlega stefnu sína þar sem þau hafa lengi byggt upp her sem getur haft viðbragðsflota og herlið á mörgum stöðum samtímis. Nú er sú staða komin upp að efnahagslegar skuldbindingar takmarka getu þeirra til að viðhalda þeim krafti. Því er bandaríski herinn farinn að forgangsraða átaksvæðum og velja vandlega hvar hann beitir sér.

Trump hvatti NATO ríkin til að auka útgjöld til varnarmála þegar hann var forseti US

Bandaríkin hafa einnig lagt áherslu á að bandamenn þeirra innan NATO taki aukna ábyrgð á varnarmálum sínum eins Trump hafði hvatt þá til að gera þá er hann var forseti Bandaríkjanna. Evrópuríki hafa á undanförnum árum aukið sín hernaðarútgjöld sérstaklega vegna stríðsins í Úkraínu og spennunnar við Rússland. Á sama tíma hafa bandarísk stjórnvöld kallað eftir því að þessi lönd taki stærra hlutverk í eigin vörnum þar sem hernaðarleg geta Bandaríkjanna er takmörkuð.

Bandaríkin geta ekki stutt Ísrael með sama hætti og áður vegna vaxandi skulda

Þessi efnahagslega staða hefur áhrif á mörg svæði heimsins og Mið-Austurlönd eru engin undantekning. Ísrael sem hefur lengi notið stuðnings Bandaríkjanna í hernaðarátökum gæti nú staðið frammi fyrir þeirri áskorun að stuðningur þeirra verði takmarkaður. Vegna vaxandi skulda Bandaríkjanna og minnkandi hernaðarútgjalda eru líkur á að Bandaríkin geti ekki lengur tryggt sama stuðning og áður.

Hernaðargeta Bandaríkjanna verður stöðugt takmarkaðari

Þessi þróun er hluti af stærri áskorunum sem Bandaríkin standa frammi fyrir á alþjóðavettvangi þar sem efnahagsleg staða þeirra skiptir æ meira máli. Hernaðarleg geta þeirra verður því sífellt meira takmörkuð eftir því sem skuldir aukast og útgjöld til hernaðar minnka.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila