Heimsmálin: Enginn hreinn meirihluti í Frakklandi

Enginn flokkur fær hreinan meirihluta í seinni umferð frönsku þingkosninganna sem fram fór í dag. Miðjuflokkur Emmanuel Macron forseta tapar miklu fylgi og Gabriel Attal forsætisráðherra segist ætla að segja af sér á morgun, mánudag.

Algjör óvissa ríkir um hvaða flokkar muni mynda næstu ríkisstjórn í Frakklandi. Vinstrabandalagið hefur bætt við sig fylgi en Þjóðfylkingin, flokkur Le Pen varð fyrir vonbrigðum en bætti verulega við fylgi sitt frá síðustu kosningum. Ekki verður ljóst, fyrr en franska þingið kemur saman, eftir 10 daga, hverjir munu mynda næstu ríkisstjórn. Miðað við þessar niðurstöður mun það reynast erfitt fyrir Macron forseta að mynda ríkisstjórn sem vill starfa með honum. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila