Heimsmálin: Er Ísland að færa sig í hernaðarhluta NATO

Það er nauðsynlegt að það fari fram umræða í samfélaginu ef stefna stjórnvalda er að færa Ísland yfir í hernaðarhluta NATO. Þegar samkomulagið, sem forsætisráðherra undirritaði í Stokkhólmi 31. maí um fjármögnun vopnakaupa til handa Úkraínu, var undirritað var það mál ekki einu sinni rætt í utanríkismálanefnd áður en til þess kom. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors við Háskólann á Akureyri en hann var gestur í Heimsmálunum í viðtali við Pétur Gunnlaugsson.

80-160 milljarðar til hermála á ári hverju

Hilmar segir mikilvægt að menn íhugi framhaldið. Ef við ætlum að leggja 2 til 4 prósent af vergri landsframleiðslu árlega til hermála, sem er 80 til 160 milljarðar Íslenskra króna á ári hverju, þarf að fara fram ítarleg umræða um það í landinu vegna þeirra grundvallar breytinga sem þá yrðu á Íslandi. Okkar velferðarkerfi og möguleikar okkar á að byggja upp og viðhalda nauðsynlegum innviðum i landinu yrðu skertir.

Stjórnmálaástandið í heiminum er í óvissu og við þurfum að fara varlega

Að mati Hilmars á Ísland að halda sér til hlés í vopnabrölti eins og ástandið er í heiminum og á norðurslóðum. Hilmar lét þess getið að þegar hann var aðstoðarmaður utanríkisráðherra 1995 til 1999 voru nokkur þúsund hermenn á Keflavíkurflugvelli og fastar loftvarnir með orrustuþotum on high alert, sem þýddi að þær gátu farið i loftið hvenær sem er, nánast fyrirvaralaust. Það eru litlar sýnilegar varnir á Keflavíkurflugvelli nú. Auk þess er stjórnmálaástand þannig í Bandaríkjunum þannig að við þurfum að fara varlega. Líkur á stjórnarskiptum þar á bæ hafa aukist.

Spennan orðin mikil í Eystrasaltsríkjunum og Rússar gætu þarmað að þeim

Ljóst er að sumir t.d. í Eystrasaltsríkjunum vilja skjóta eldflaugum inní Rússland og senda hermenn inní Úkraínu. Spennan orðin mikil og Rússland gæti hugsanlega farið að þjarma að þessum ríkjum, og Norðurlöndunum þó Ísland sé vegna fjarlægðar í minni hættu. Þó fara átök á norðurslóðum vaxandi með bandalagi Rússlands og Kína þar og þá er Ísland komið í nálægð við átakasvæði.

Fréttin er hluti af ítarlegri fréttaskýringu sem lesa má í heild með því að smella hér.

Hlusta má á nánari umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila