Heimsmálin: Erfitt verður að mynda ríkisstjórn í Frakklandi undir forystu Macron

Það er óviss staða eftir þingkosningarnar í Frakklandi þegar að átta flokkar tóku höndum saman gegn Þjóðfylkingu Marine Le Pen i þeim tilgangi að koma í veg fyrir að hún fengi meirihluta á þingi. Flokkur Le Pen hafnaði í þriðja sæti kosninganna og er með 143 þingmenn og jók fylgi sitt en var áður með 89 þingmenn. Samstaða flokkanna átta virðist þó ekki hafa náð lengra en svo því nú eru harðar deilur á milli Vinstri bandalagsflokkanna gegn miðjuflokkum Macron forseta. Helstu má helgarinnar voru rædd í Heimsmálunum í dag en þar fóru Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugssonar yfir helstu málin á erlendum sem og innlendum vettvangi.

Pétur sagði þar sem flokkarnir átta er tóku sig saman gegn Þjóðfylkingunni hefði Þjóðfylkingin þurft að ná 50% atkvæða í sínu kjördæmi sem sé mjög hár þröskuldur og erfitt að eiga við slíkt. Það er þó mjög snúin staða komin upp því þó flokkarnir hafi staðið saman gegn Þjóðfylkingunni er grunnt á því góða á milli þeirra og vill Macron ekki vinna með róttæklingunum i Vinstra bandalaginu. Sumir af þessum flokkum vilja ekki vinna með Macron og því gæti reynst þrautin þyngri að mynda starfhæfa ríkisstjórn.

Mátti búast við að Íhaldsflokkurinn myndi tapa í Bretlandi

Þá var einnig fjallað um kosningarnar í Bretlandi. Íhaldsflokkurinn hafði í raun löngu fyrir kosningar verið búinn að gefast upp og sýndi ekki mikla takta í þá átt að ætla sér mikið í þessum kosningum. Flokkurinn enda mjög laskaður eftir hneykslismál vegna Party-gate málsins og framferði Boris Johnson í því máli og tíð forsætisráðherraskipti. Þá hafi sú stefna að flytja hælisleitendur til Rúganda verið algerlega misheppnuð og var einungis einn hælisleitandi fluttur þangað og þá vegna þess að það valdi hann sjálfur.

Útvarpsmenn fengu spurningar fyrirfram frá Hvíta Húsinu

Einnig var rætt um bréf Joe Biden, sem hann sendi bandaríska þinginu í nótt, þar sem hann segir að hann hafi aldrei ætlað sér að fara aftur í framboð nema til þess að vinna Donald Trump og talið sig vera besta kostinn til þess. Fram kom í þættinum að tveir útvarpsmenn hefðu ljóstrað því upp að þegar þeir fengu Biden í viðtal hefðu þeir fengið fyrirfram ákveðnar spurningar frá Hvíta húsinu sem þeim hafi verið ætlað að spyrja forsetann.

Hættulegt að hafa Biden við stjórnvölinn

Heilsufar Biden hefur mikið verið til umræðu og bendir Arnþrúður á að ef rétt sé að hann gangi ekki alveg heill til skógar þá sé það alvarlegt mál að hafa mann sem ekki valdi starfi sínu í stól forseta Bandaríkjanna sem sé valdamesta embætti heims. Síðan gefi hann fyrirskipanir um að senda vopn til Úkraínu og fyrirmæli um að skjóta með bandarískum vopnum langt inn í Rússland.

Hlusta má á nánari umfjöllun um erlend stjórnmál í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila