Heimsmálin: Evrópa í vanda – nánast leiðtogalaus og háð Bandaríkjunum

Það er ljóst að Evrópa á við vanda að stríða og er nánast leiðtogalaus. Forsetakosningar eru í
Bandaríkjunum í nóvember 2024 og nýr forseti tekur svo við í upphafi árs 2025.
Úkraínustríðið hefur dregist á langinn og áframhaldandi stuðningur Bandaríkjanna við NATO
er óviss. Donald Trump hvetur Rússland að ráðast á NATO ríki sem ekki leggja að minnsta
kosti 2 prósent af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Þetta segir Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í þættinum Heimsmálin.

Hilmar bendir á að á sama tíma eigi ESB og evrusvæðið við efnahagsvanda að stríða, Þýska hagkerfið sé t.d.í lamasessi. Opinberar skuldir komnar úr böndunum í Frakklandi og Ítalíu. Bretland horfið af korti ESB og á eitt og sér við vanda að stríða. Það er ekki mikið pláss fyrir aukin
hernaðarútgjöld hjá flestum ESB og NATO ríkjum nema með því að færa miklar fórnir í málaflokkum eins og heilbrigðis- og menntamálum.

Var Evrópa að refsa sjálfri sér?

Viðskiptaþvinganir vesturlanda áttu að leggja rússneska hagkerfið að velli. Það gerðist ekki. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 3,2 prósent hagvexti í Rússlandi fyrir árið 2024 en aðeins 0,2 prósent hagvexti í Þýskalandi fyrir sama ár. Var Evrópa að refsa sjálfri sér?

Bandaríkin mynda varnarbandalög í Asíu

Evrópa er eina efnahagsstórveldið sem er háð öðru stórveldi, Bandaríkjunum í öryggismálum. Bandaríkin þurfa nú í vaxandi mæli að huga að öðrum heimshlutum,sérstaklega Austur Asíu þar sem spennan vex stöðugt. Bandaríkin mynda varnarbandalög í Asíu eins og AUKUS og Quad og standa fyrir umfangsmiklum heræfingum.

Mikil spenna í Kína

Nancy Pelosi þá forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings heimsótti Taívan árið 2022 sem vakti reiði meðal Kínverskra ráðamanna. Núverandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Mike Johnson, kallaði svo Kína, Rússland og Íran nýlega “the axis of evil.“ Svona tali um Kína verður ekki tekið fagnandi í Peking. Og ekki minnkar það spennuna. Hvað gera kínversk stjórnvöld nú þegar Bandaríkin eru aðilar af tveimur styrjöldum samtímis, í Evrópu og Mið- Austulöndum? Sjá þeir tækifæri til aðgerða gagnvart Taívan eða á Suður Kína hafi?

Fréttin er hluti af ítarlegri fréttaskýringu sem lesa má í heild með því að smella hér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila