Heimsmálin: Evrópusambandið vill vængstífa Twitter

Áform Elon Musk um aukið tjáningarfrelsi á samfélagsmiðlinum Twitter hefur fallið í afar grýttan jarðveg hjá yfirstjórn Evrópusambandsins sem nú hefur hótað að banna samfélagsmiðilinn í löndum ESB láti Musk verða af áformunum. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag fjallaði Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi sem var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar meðal annars um ritskoðunartilburði Evrópusambandsins.

Thierry Breton umsjónarmaður innri markaða Evrópusambandsins segir að hægt sé asð grípa til DSA laganna, það er laga ESB um stafræna þjónustu, sem miða að því að takmarka tjáningarfrelsi á netinu til að berjast gegn stjórnmálaskoðunum, sem ESB skilgreinir sem hatur.

Breton segir að til að byrja með verði Twitter sektað um 6% af veltu fyrirtækisins ef það opnar fyrir tjáningarfrelsiskranann og látið það sér ekki segjast muni ESB grípa til þess ráðs að banna miðilinn í löndum ESB.

Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem ritskoðun yrði beitt með markvissum hætti af hálfu ESB en frægt er þegar ESB bannaði miðlun á efni rússnesku fjölmiðlanna RT og Spútnik. Undanfari bannsins voru yfirþjóðlegar ráðstafanir til að hindra, að íbúar ESB hefðu aðgang að þessum miðlum. Aðeins var leyfð sú mynd af stríðinu, sem úkraínskir ​​fjölmiðlar – studdir af Vesturlöndum, sýndu. Fáir halda því fram, að sú mynd sýni atburði á hlutlausan hátt.

Í Brussel er engum íbúum ESB treyst fyrir því að dæma sjálfir, hvað sé satt og ósatt í fjölmiðlaflæðinu. Það á framkvæmdastjórnin sameiginlegt með alræðisstjórnum kommúnista eins og í Norður-Kóreu og Kína og hefur hlotið talsverða gsagnrýni fyrir. Þrátt fyrir gagnrýninna og auknar kröfur almennings um meira tjáningarfrelsi stendur yfirstjórn ESB föst við sinn keip og hyggst ekki ætla að fara þá leið að leyfa opna umræðu, síst af öllu ef verið sé að ræða pólítík sem ekki henti Evrópusambandinu.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila