Heimsmálin: Fjölmiðlar sáðu hatri gagnvart Robert Fico áður en hann var skotinn

Fjölmiðlar höfðu ítrekað sáð hatri gagnvart Robert Fico forseta Slóvakíu með ýmsum falsfréttum um hann áður en hann varð fyrir banatilræðinu sem framið var í gær. Fico hafi verið úthrópaður öfga vinstrimaður. Fico ætlaði að leggja niður Ríkisútvarpið í Slóvakíu í núverandi mynd og koma í veg fyrir erlendar falsfréttir. Þetta var meðal þess sem fram kom í Heimsmálunum en í þættinum var Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Haukur segir að meðal þess sem sagt hafi verið um Fico að hann væri á móti Evrópusambandinu, að hann væri sérstakur vinur Rússa og svo framvegis. Haukur segir að það sé alrangt að hann sé á móti Evrópusambandinu heldur sé hann til að mynda alfarið á móti því að verið sé að dæla vopnum til Úkraínu og að ungir menn séu sendir á vígvöllinn til þess eins að vera slátrað. Fjölmiðlar hafi hins vegar kosið að mála hann sem einhver andstæðing lýðræðisins og öfga vinstrimann en hann sé þó í raun þjóðernissinaður jafnaðarmaður.

Þá kom fram í þættinum að það hafi vakið athygli að rétt áður en hann hafi verið skotinn hafi hann meðal annars hafnað farsóttasáttmála WHO en sáttmálinn er í raun valdaframsal ríkja til WHO og þeim löndum sem hugnast ekki að undirgangast hann fer ört fjölgandi.

Ætlaði að leggja niður ríkisútvarpið í Slóvakíu í núverandi mynd

Í þættinum benti Arnþrúður á að Thomas Taraba varaforsætisráðherra Slóvakíu hefði verið í viðtali á BBC þar sem hann hafi ljáð máls á því að fjölmiðlar hafi sáð hatri gegn Fico og í raun gert hann að skotmarki. Til að mynda hafi fjölmiðlar gert þetta vegna þess að hann hafi verið á móti fjármögnun stríðsins í Úkraínu. Þá hafi hann aðeins sólarhring áður en árásin var gert hafnað farsóttarsáttmála WHO. Þá sagði Arnþrúður að kannski stærsta málið væri að ríkisstjórn Fico hafi verið búin að ákveða að breyta Ríkisútvarpinu í Slóvakíu og segir Arnþrúður að það hafi kannski verið heitasta málið vegna þess að byrjað hafi verið að framkvæma þær breytingar sama dag og árásin var gerð. Breytingarnar fólust í því að setja Ríkisútvarpið á fjárlög og setja það undir stjórn þingsins, setja nýjar starfseglur til að koma í veg fyrir mötun og sjálfstýringu á erlendum fréttum eins og er víða í Evrópu.

Ljóðskáld og rithöfundur handtekinn vegna skotárásarinnar

Juraj Cintula 71. árs gamall maður frá Slóvakíu hefur verið handtekinn og sakaður um að hafa sýnt banatilræði gegn Fico. Vitað er að Cintula hafði lýst því yfir opinberlega að hann væri mótfallinn þeirri breytingu sem var búið að samþykkja að leggja niður Ríkisútvarpið í Slóvakíu. Lögreglan í Slóvakíu hefur ekkert látið hafa eftir sér um hugsanlegar ástæður skotárásarinnar á Robert Fico.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila