Heimsmálin: Fjórða hver kona þorir ekki að vera ein á ferli í Svíþjóð að kvöldlagi

Nú er svo komið að fjórða hver kona í Svíþjóð þorir ekki að vera ein á ferli utan dyra eftir að skyggja tekur. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Skúlasonar í Stokkhólmi í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Gústaf segir þennan ótta kvenna tengjast stóraukinni tíðni á nauðgunum en eins og kunnugt er hefur glæpum í Svíþjóð fjölgað gríðarlega undanfarin ár í tengslum við auknum innflutningi á fólki. Þá ræddi Gústaf nánar um ástandið hvað glæpi varðar í svíaríki og útlistaði hvernig breytingar til hins verra hafa haft áhrif á sænskt samfélag. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila