Heimsmálin: Hætta á að Úkraína dragi NATO inn í stríðið við Rússland

Úkraína hefur á brattann að sækja í stríðinu við Rússland. Ef stríðið kemst á það stig að Úkraína sé við það að tapa er hætta á að Úkraína reyni að draga NATO inn í stríðið með ófyrirséðum afleiðingum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors við Háskólann á Akureyri í viðtali við Pétur Gunnlaugsson í Heimsmálunum í dag.

Hilmar segir að sumir vestrænir leiðtogar virðist telja raunhæft að sigra kjarnorkuveldi á vígvellinum.
Leiðtogar landa eins og Frakklands og Eystrasaltsríkjanna tala um að senda hermenn inní
Úkraínu. Þetta eru allt NATO ríki og stórveldastríð myndi fljótalega fylgja í kjölfarið.

Skortur á hermönnum í Úkraínu

Úkraína á orðið í miklum vandræðum með að manna her sinn og hefur leitað á náðir annarra
ríkja um að þau stuðli að því að Úkraínumenn á herskyldualdri snúi til baka og skrái sig til
herþjónustu. Úkraínumenn eru nú líka í vandræðum með að fá vegabréf sín endurnýjuð nema
að þeir skrái sig í herinn. Auk þess hefur verð nefnt að nota fanga á vígvellinum. Með því að
lengja víglínuna og sækja að norðausturhluta Úkraínu verður staða Úkraínu enn verri en áður
þar sem hermenn, sem eru of fáir fyrir, þurfa nú að dreifa sér á enn lengri víglínu.

Hermenn í Úkraínu með of flókin vopn

Eitt af því sem vesturlönd geta lært af Úkraínustríðinu er að magn skotfæra er ekki síður
mikilvægt en gæði. Rússar framleiða mikið magn af ódýrum skotfærum en vesturlönd oft
dýrari vopn sem eru tæknilega fullkomnari. Fullkomnari vopn kalla á meiri þjálfun en
vegna manneklu er Úkraína að senda lítt þjálfaða hermenn á vígvöllinn sem oft hafa litla
þekkingu á nýjum vopnum frá vesturlöndum. Skotfæraskortur er að verða alvarlegur í
Úkraínu.

Gætu brotist út fleiri styrjaldir í Evrópu.

Rússland vill ekki NATO við landamæri sín ekki bara vegna svokallaðs „Article 5 guarantee“
heldur vegna þeirrar hernaðaruppbyggingar sem oft fylgir í kjölfarið. Það er alls ekki útilokað
að fleiri styrjaldir brjótist út í Evrópu á næstunni. Þar munu stjórnvöld í Evrópu áfram, eins
og nú, verða í aukahlutverki. Stórveldi í austri og vestri munu, eins og nú, ráða mestu um þá
för.

Þessi frétt er hluti af Ítarlegri fréttaskýringu sem lesa má í heild með því að smella hér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila