Heimsmálin: Hneyksli Boris Johnson, Úkraínustríðið og almenn óstjórn varð íhaldsflokknum að falli

Boris Johnson fyrrum forsætisráðherra Breta varð uppvís að blekkingum í tengslum við Covid 19 aðgerðirnar sem fólk er alls ekki búið að gleyma í Bretlandi. Stríðið í Úkraínu sem valdið hefur verðbólgu og háum vöxtum og almennri óstjórn var það sem varð Íhaldsflokknum í Bretlandi að falli og orðið til þess að Verkamannaflokkurinn vann stórsigur í kosningunum í Bretlandi. Þetta var meðal þess sem fram kom í Heimsmálunum í dag en þar var Jón Kristinn Snæhólm alþjóðastjórnmálafræðingur gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Innviðir í Bretlandi í lamasessi

Jón Kristinn sagði að ekki bæti svo úr skák að ástand ýmissa kerfa innanlands í Bretlandi væri alls ekki gott. Heilbrigðiskerfið hrunið sem og menntakerfið. Þá séu aðrir innviðir úti á landi orðnir ansi slappir og nefnir Jón Kristinn sem dæmi að í þorpunum úti á landsbyggðinni þá séu innviðirnir frá 19.öld, þar sé allt orðið gamalt og úr sér gengið.

Verð á gasi hátt í Bretlandi

þá segir Jón að almennur húsakostur í Bretlandi sé mjög lélegur, fólk hafi ekki lengur efni á að hita húsin sín og hírist í einu herbergi á veturnar sem það heldur hita. Þetta sé vegna þess að verð á gasi hafi hækkað um tugi prósenta á síðasta ári og sömu sögu er að segja með vatnið.

Stjórnmálamenn hafa ekki verið að sinna skyldum sínum

Hann segir að auðvitað vilji almenningur ekki hafa ástandið svona og segir Jón ástandið vera svona vegna þess að stjórnmálamenn í Bretlandi og stjórnendur sveitarfélaga hafa einfaldlega verið að gera allt annað en sinna því sem þurfi að sinna.

Rishi Sunak milljarðamæringur og almenningur vill ekki slíkan mann

Þá sé Rishi Sunak forsætisráðherra ekki mjög trúverðugur því hann geti illa samsvarað sér með almenningi vegna þess að hann sé milljarðamæringur, þessi stjórnmálasúpa sem boðið hafi verið uppá sé súr og enginn hafi viljað hana.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila