Það er best fyrir óvopnaða þjóð eins og Ísland að halda sig til hlés frá hernaðarbrölti og vopnakaupum fyrir Úkraínu til þess að drepa rússneska hermenn. Það eru ekki sérlega skynsamlegt meðan óvissa ríkir um varnir landsins því Ísland getur ekki átt von á neinu góðu frá Rússum í framhaldinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors við Háskólann á Akureyri í Heimsmálunum en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.
Ísland er meðal stofnríkja NATO og er auk þess með tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin. Íslandi var veitt aðild að NATO þó að landið væri herlaust og geti hvorki varið sig sjálft og enn síður önnur lönd.
Varnarsamningur við Bandaríkin mikilvægur
Hilmar segist sjálfur hafa verið fylgjandi þessu fyrirkomulagi. Það breyti því hinsvegar ekki að síðan 2006 hafi litlar sýnilegar varnir hafi verið á Keflavíkurflugvelli á vegum Bandaríkjanna eða NATO. Þetta sé veruleikinn þó íslensk stjórnvöld hafi viljað hafa sýnilegar og varanlegar varir á Keflavíkurflugvelli, þar á meðal loftvarnir. Það eru fyrst og fremst Bandaríkin sem ráða því hvernig varnarsamningurinn er framkvæmdur.
Væntanlegur forseti Bandaríkjanna krefst meira fjármagns til varnarmála
Nýlega lét Donald Trump, sem vel gæti orðið næsti forseti Bandaríkjanna, hafa eftir sér að hann myndi ekki virða svokallað Atricle 5 guarantee gagnvart Evrópu ríkjum NATO sem ekki eyddu ekki að minnsta kosti 2 prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála heldur myndi hann hvetja Rússa til að ráðast á þessi lönd. Ísland er langt frá því að verja þessum 2 prósentum af vergri landsframleiðslu í hernaðaruppbyggingu eða til rekstur hers og mér vitanlega eru engin plön um að gera slíkt. Um væri að ræða 80 til 90 milljarða króna árlega sem myndi kalla á verulegan niðurskurð til annarra máflokka á Íslandi t.d. til heilbrigðis- og menntamála.
Ísland lokaði sendiráð sínu í Moskvu
Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld lokað sendiráði sínu í Moskvu og ákveðið að fjármagna skotvopn til að drepa rússneska hermenn. Þetta gerist á sama tíma og óvissa ríkir um varnir landsins og rússneski herinn er að styrkja stöðu sína mikið á norðurslóðum. Stríð er stríð og Ísland getur ekki átt von á neinu góðu frá Rússlandi í framhaldinu.
Best fyrir Ísland að veita Úkraínu mannúðaraðstoð
Vera Íslands í NATO skuldbindur Ísland á engan hátt að aðstoða Úkraínu þar sem Úkraína er ekki NATO ríki. Hinsvegar hefur verið samstaða innanlands um að aðstoða Úkraínu en það er spurning um hvernig það verður best gert.
Að mati Hilmars væri best fyrir vopnlausa smáþjóð að halda sér til hlés í hernaðarbrölti. Veita Úkraínu mannúðaraðstoð t.d. með stoðtækjum til að gera fólki kleyft að snúa aftur á vinnumarkaðinn í Úkraínu.
Fréttin er hluti af ítarlegri fréttaskýringu sem lesa má í heild með því að smella hér.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan