Heimsmálin: Íslenskir ráðamenn farnir að tala eins og hershöfðingjar

Þau markmið að tryggja frið í Evrópu með stofnun Evrópusambandsins og NATO hafa augljóslega farið út um þúfur með stríðinu í Úkraínu. Nú eru íslenskir ráðamenn farnir að tala eins og hershöfðingjar og senda vopn til Úkraínu sem er aðeins eldiviður á ófriðarbálið. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors við Háskólann á Akureyri en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í Heimsmálunum í dag.

Hilmar segir að vonir hafi staðið til þess að hægt yrði að tryggja frið í Evrópu með útbreiðslu lýðræðis, aðild Evrópuríkja að sameiginlegum stofnununum og með því að gera löndin háð hvert öðru t.d.
með sameiginlegum markaði og sama gjaldmiðli. Þær vonir hafi brugðist.

Rússum ekki leyft að vera Evrópuþjóð

Aðild Rússlands að þessum stofnunum virðist aldrei hafa verið skoðuð í neinni alvöru þannig
að öll Evrópa geti setið við sama borð og öll Evrópulönd gætu verið hluti að sama kerfi í
öryggismálum. Samt búa lang flestir íbúar Rússlands í Evrópuhluta landsins. Það er ekkert
náttúrulögmál að Vesturlönd og Rússland séu óvinir. Í seinni heimstyrjöldinni voru t.d.
Bandaríkin og Sovétríkin bandamenn og lögðu Þýskaland nasismans af velli.

Stríðið í Úkraínu getur stigmagnast

Nú stendur Evrópa frammi fyrir stærstu styrjöld á sinni grund frá seinni heimstyrjöldinni. Að
þessu sinni er Úkraína vígvöllurinn. Hætta er á að styrjöldin stigmagnist og leiði til átaka
víðar í Evrópu.

Það er skollið á stríð á milli NATO og Rússlands

Þó ólíklegt sé að margir hermenn NATO ríkja séu á vígvellinum í Úkraínu nú nema sem
ráðgjafar. Má segja að nú sé beint stríð skollið á milli Rússlands og NATO, sem líklegt er að
muni stigmagnast enn frekar á næstu mánuðum. Stórveldastríð er ekki fjarri okkur í tíma.
Vesturlönd eru svo djúpt sokkin í þessi átök að það er engin augljós undankomuleið.

Eru Íslendingar tilbúnir að senda unga drengi á vígvöllinn

Meir að segja herlaust land eins og Ísland kaupir skotvopn til að skjóta Rússneska hermenn.
Sendiráðinu Íslands í Moskvu hefur verið lokað. Íslenskir ráðamenn tala eins og
hershöfðingjar. Eru þeir tilbúnir að senda íslenska drengi á vígvöllinn ef öll NATO ríki þurfa
að taka upp herskyldu? Erum við tilbúin að skera niður framlög okkar til heilbrigðis- og
menntamála til að kaupa vopn fyrir 80 til 90 milljarða króna á ári (ca. 2% af vergri
landsframleiðslu).

Fréttin er hluti af ítarlegri fréttaskýringu sem hægt er að lesa í heild með því að smella hér.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila