Það er ljóst að sú aðgerð Netanyahu að láta drepa Ismail Haniyeh einn leiðtoga Hamas er mjög gróf og bíræfin aðgerð sem mun ekki leiða til neins góðs. Þetta segir Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í Heimsmálunum.
Haukur segir Ismail Haniyeh hafa verið einn fárra leiðtoga Hamas sem hafi gert sér far um að halda góðu sambandi við sem flesta þjóðarleiðtoga og hafi þannig geta verið einn af lykilþáttunum í að ná fram friði að einhverju marki. Meðal annars hafi hann verið í góðum tengslum við ráðamenn í Arabalöndum, verið góður vinur Lavrov í Rússlandi auk þess sem hann hafi verið í góðum tengslum við yfirvöld í Íran.
Hamas velur mun öfgafyllri leiðtoga
Haukur bendir á að Ismail hafi verið diplómati sem nú þurfi að finna nýjan staðgengil fyrir og vafalaust muni Hamas velja einhvern sem sé mjög harður í horn að taka og jafnvel öfgasinnaðan einstakling. Slíkt geti endað með ósköpum að mati Hauks.
Haukur segir að miðað við framgöngu Netanyahu verði ekki séð en að það sé beinlínis stefna hans að eyðileggja alla minnstu möguleika á að koma á friði, að minnsta kosti er ekki hægt að sjá að framganga hans að undanförnu sýni mikinn friðarvilja.
Hlusta má á ítarlegri umræður um málið í spilaranum hér að neðan