Heimsmálin: Líklegt að Ísrael sé að undirbúa innrás í Íran

Það að Bandaríkin séu búin að koma fyrir fjórum flugmóðurskipum við strandir Ísrael og nálægum svæðum bendir sterklega til þess að Ísrael sé að undirbúa árás inn í Íran. Þetta segir Bjarni Hauksson þjóðfélagsrýnir en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í Heimsmálunum í dag.

Bandaríkjamenn með hernaðar hlutverk í mið-austurlöndum

Bjarni segir að þessum fjölda flugmóðurskipa sem sé nærri helmingur alls flugmóðurskipa Bandaríkjanna fylgi einnig fjöldinn allur af öðrum skipum og tekur Bjarni dæmi að hverju flugmóðurskipi fylgi að minnsta kosti 20 önnur skip, tundurspillar, freigátur og fleiri herskip. Þetta þýðir að þarna á svæðinu sé þá Bandaríkin með hátt í 90 skip sem sinni hernaðarlegu hlutverki.

Hesbollah árásin ákveðin tilraun

Bjarni segir að sú árás sem Hesbollah gerði í nótt á Ísrael hafi í raun verið ákveðin tilraun sem framkvæmd hafi verið til þess að láta reyna á járnhvelfinguna svokölluðu og hún hafi í raun ekki virkað þrátt fyrir mikinn áróður um mátt hennar.

Átti að koma upp herstöð við strendur Ísrael

Hann segir að í upphafi þessara átaka hafi verið sett fram áætlun sem nefndist opertion eagle flight sem hafi gengið út á að allur floti Bandaríkjanna yrði sendur á svæðið. Tilgangurinn hafi átt að vera að koma upp herstöð á svæðinu til þess að binda Bandaríkjamenn í stríð við Íran því ekki væru miklar líkur á að aðrar þjóðir tækju þátt í stríði við Íran.

Bandaríkin og Kína í stríð?

Bjarni segir að það sé í raun algerlega óhugsandi að Bandaríkin geti unnið stríð við Íran en líklegt sé að til pólitísks innanbrúks þurfi Bandaríkin samt að vinna stóra sigra í stríði til þess að sanna sig sem stórveldi. Þá er líklegt að þeir horfi til Kína og það sé í raun vilji stjórnvalda í Bandaríkjunum að til stríðs komi á milli Bandaríkjanna og Kína með einhverjum hætti.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila