Heimsmálin: Lítið traust á stofnunum sem rannsaka morðtilræðið á Trump

Það er afskaplega lítið traust á þeim stofnunum sem eiga að sjá um að rannsaka morðtilræðið gagnvart Donald Trump og ekki bætir úr skák að innan sumra þeirra eru rannsakendur sem hafa reynt að koma höggi á Trump. Stöðugt er þess krafist að æðstu menn leiniþjónustunnar segi af sér vegna málsins Þetta segir Íris Erlingsdóttir fjölmiðlafræðingur en hún var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í Heimsmálunum.

Íris segir leyniþjónustu CIA auk FBI sem og nokkrar nefndir innan bandaríska þingsins vera þá aðila sem fara með rannsókn málsins og nefnir Íris að FBI hafi meðal annars haldið því fram að Rússar hefðu haft áhrif á kosningarnar 2016 þegar Trump hafi verið kosinn forseti auk fleiri mála sem FBI hafi komið að til að knésetja vegna Trump.

Foreldrar ódæðismannsins létu lögreglunar vita að ekki væri allt með felldu

Þá hafi þessir sömu aðilar sem áttu að annast öryggismál á fundinum ekki svarað því hvers vegna hafi ekki verið brugðist fyrr við, meðal annars ábendingum frá fundargestum sem sannarlega höfðu vakið athygli gæsluaðila á því að vopnaður maður væri á leið upp á þak á nálægri byggingu, maður sem augljóslega tilheyrði ekki þeim aðilum sem áttu að annast gæsluna. Fyrir liggur að foreldrar unga mannsins sem framdi ódæðið höfðu látið lögregluna vita um klukkustund áður en fundurinn hófst að ekki væri allt með feldu um fyrirætlanir piltsins.

Leyniþjónustan ítrekað neitað um frekari öryggisgæslu á fundum Trump

Þá bendir Íris á þá staðreynd að leyniþjónustan sem rekur sérstaka deild sem sér um að gæta núverandi forseta sem og allra fyrrverandi forseta hafi ítrekað verið beðin um að auka við öryggisgæslu á framboðsfundum Trump en við því hafi deildin ekki orðið og ekki sinnt því ákalli.

Staðreyndin sé að þegar öllu er á botninn hvolft þá er það svo að almenningur ber ekki mikið traust til þessara stofnana og því sé hægt að velta þeirri spurningu upp hvort fólk treysti þessum aðilum almennt til þess að rannsaka banatilræðið.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila