Frakkland stendur nú frammi fyrir pólitískum óstöðugleika eftir nýlegar kosningar, þar sem Emmanuel Macron forseti hefur enn ekki náð að mynda nýja ríkisstjórn þar sem 53 dagar eru liðnir frá kosningum. Í Heimsmálunum í dag ræddu þau Arnþrúður Karlsdóttir og Haukur Hauksson fréttamaður um stjórnmálin í Frakklandi. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Michel Barnier repúblikani verður forsætisráðherra í Frakklandi
Fram kom í þættinum að Emmanuel Macron forseti hafi átt í verulegum erfiðleikum að finna forsætisráðherra í nýja ríkisstjórn. Nú liggi fyrir að Michel Barnier úr Repulikaflokknum sem er á hægri vængnum verði næsti forsætisráðherra ef áform Macron ganga eftir. Michel Barnier er 73 ára og reynslumikill stjórnmálamaður og hefur verið forsætisráðherra, ásamt því að hafa gegnt öðrum ráðherraembættum í Frakklandi. Þá er Michael Barnier vel þekktur sem aðal samningamaður Evrópusambandsins í Brexit-viðræðum.
Jean-Luc Mélenchon segir Macron hafa stolið kosningunum
Þessi tilraun Macron til að ná sáttum milli hægri og vinstri í stjórnmálum Frakklands hefur þó ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Vinstrimenn, undir forystu Jean-Luc Mélenchon, eru í harðri andstöðu við Macron og gagnrýna hann fyrir að hafa svikið kosningaloforð og ekki náð að bregðast við þörfum almennings. Vinstri hreyfingin hefur boðað mótmæli, þar sem hún sakar Macron um að hafa „stolið“ kosningunum og ekki tekið tillit til vilja kjósenda. Þessi ásökun er sérstaklega sterk innan vinstri hreyfingarinnar, sem telur að kosningarnar hafi ekki endurspeglað vilja almennings og að ný ríkisstjórn Macron sé skref aftur á bak fyrir Frakkland.
Vinstri hreyfingar boða til mótmæla í Frakklandi á laugardaginn
Spennan í stjórnmálum landsins magnast dag frá degi, og boðuð hafa verið mótmæli næstu helgi. Óánægja meðal almennings er vaxandi, sérstaklega vegna þess að kosningarnar virðast ekki hafa skilað þeirri niðurstöðu sem margir vildu. Með tilnefningu Barniers sem forsætisráðherra eru margir að velta fyrir sér hvernig hann muni höndla stjórnarsetu á tímum mikillar pólitískrar óvissu.
Mikil óvissa í stjórnmálunum framundan í Frakklandi
Frakkland er því komið í mjög viðkvæma stöðu, þar sem Macron reynir að halda saman klofinni pólitískri skipan landsins á meðan vinstri öfl mótmæla harðlega og Le Pen haldur áfram að vinna á í fylgi. Það er því óvíst hvernig stjórnmálin í Frakklandi munu þróast á næstu vikum, og hvort Macron muni takast að skapa stöðugleika í stjórnmálunum eða hvort enn meiri átök eru framundan.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan