Það er hægt að sjá mörg líkindi með árás Hamas á Ísrael 7. október s.l. og banatilræðinu gegn Donald Trump. Þetta segir Bjarni Hauksson þjóðfélegsrýnir en hann var gestur Hauks Haukssonar í Heimsmálunum en þáttinn má heyra í spilaranum hér að neðan.
Bjarni bendir á að það sem sé sláandi líkt sé sú staðreynd að leyniþjónustur og öryggissveitir í báðum tilfellum hafi brugðist, reyndar svo mjög að furðu sætir.
Mjög ótrúverðugt að enginn innan leyniþjónustu Ísrael hafi vitað um innrásina
Hann segir að þegar horft sé til atburðanna 7.október þá sé það með miklum ólíkindum að árásin hafi getað átt sér yfirleitt stað því Ísrael hafi yfir að ráða einni öflugustu leyniþjónustu heims. Hann segir að það sé í raun mjög ótrúverðugt að ekki nokkur maður innan leyniþjónustunnar í Ísrael hafi vitað hvað myndi eiga sér stað.
Fengu ástæðu til að ráðast á Gaza
Það séu því miklar líkur á því að æðstu ráðamenn hafi vitað af yfirvofandi árás en hafi kosið að gera ekkert í málunum og það sama megi segja um banatilræðið gegn Trump. Hvað varðar mögulega og líklega vitneskju ráðamanna í Ísrael af yfirvofandi árás þá er líklegt að ákveðið hafi verið að gera ekkert til þess einmitt að geta haft ástæðu til þess að fara í hernaðaraðgerðir á Gaza.
Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan