Meginstraumsfjölmiðlar heimsins þjóna fyrst og fremst valdinu og koma þeirri orðræðu af stað að þeir sem fylgi ekki straumnum og komi fram með gagnrýni gegn hinni gildandi skoðun séu pópulistar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Haukssonar þjóðfélagsrýnis í Heimsmálunum í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar.
Bjarni segir að þetta megi til að mynda sjá við viðbrögðum megistraumsmiðlanna við þeirri gagnrýni sem beint var gegn meirihlutanum á Evrópuþinginu sem hafði í gegn sigur í kosningunum til Evópuþingsins.
Kjósendur í Evrópu hafna stríðsástandi
Bjarni segir að í raun sé sigur meirihluta Evrópuþingsins í raun ekki sigur heldur ósigur og þeir sem fagni þeim ósigri. Þeir skilgreini sig hægra megin við miðju séu í raun ekki að senda frá sér pólitíska yfirlýsingu með því að fagna sigri heldur sé þetta spurningun um stríð og fólk vilji ekki láta kveða sig í herinn með ofbeldi og offorsi eins og gert er í Úkraínu. Nú sé það svo segir Bjarni að valdið hafi alltaf verið öðru hvoru megin og nú hafi það land, Bandaríkin sem hafi viðhaldið valdajafnvæginu ákveðið að það ætli ekki að gera það lengur vegna þess að landið hafi einfaldlega ekki efni á því.
Arabar að sigra hið mikla pólitíska vald
Staðan sé sú að núna búa þjóðir heims við breytta heimsmynd og nú séu það arabarnir sem séu að sigra hið mikla vald á pólitískum og efnahagslegum grundvelli með krónprins sáda í fararbroddi. Það sé til að mynda ekki lengur svo að öll olía heimsins sé greidd með dollurum sem knúði áfram hina Bandarísku stríðsvél.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan