Heimsmálin: NATO neitar ekki að lífefnavopn hafi verið notuð af Úkraínuher í Kursk

Þegar aðilar tengdir herforingjaráði Rússlands beindu þeirri spurningu til yfirstjórnar NATO hvort NATO hafi séð Úkraínuher fyrir gasvopnum sem Rússar segja að notuð hafi verið í innrásina í Kursk neitaði NATO því ekki. Þetta segir Bjarni Hauksson þjóðfélagsrýnir en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í Heimsmálunum í dag.

Úkraínuher heimilt að nota öll þau vopn sem NATO þjóðirnar láta þá hafa

Bjarni segir að NATO hafi svarað spurningunni á þann hátt að Úkraínumönnum væri heimilt að nota öll þau vopn sem þeim sýndist væri það í samræmi við vilja þjóðanna sem stæðu að baki þeim með vopnabirgðir. Þetta þýðir að NATO hefur ekki neitað því að lífefnavopn hafi verið notuð og setji upp svar sitt á þann hátt að þeir hafi ekki vitneskju um málið. Það sem liggur að minnsta kosti ljóst fyrir að vopnin sem notuð voru í árásinni séu meðal annars skriðdrekar frá bandalagsþjóðum.

Notkun lífefnavopna þýðir að stríðið er komið á mun hættulegra stig

Þá segir Bjarni að árásinni hafi verið þannig háttað að fjölda dróna hafi fyrst verið sendir af stað inn á landsvæðið og á eftir þeim hafi svo komið fótgöngulið sem og skriðdrekasveitir. Ef rétt er að lífefnavopn hafi verið notuð séu átökin komin á annað og hættulegra stig. Meginreglan sé sú að slíkum vopnum beitt megi andstæðingurinn, í þessi tilfelli Rússar, beita einnig sambærilegum vopnum og slíkt gæti eðli málsins samkvæmt endað með mikilli skelfingu.

Rússar líta á árásina sem ögrun

Aðspurður um hvort Bjarni telji að lífefnavopnum hafi verið beitt segir Bjarni að hann hafi séð eitt myndskeið sem sýni þokuský eða einhvers konar reyk yfir einu þorpinu og sá reykur hafi liðast hægt yfir en ef að Rússar teldu raunverulega að lífefnavopnum hafi verið beitt hefði viðbragð þeirra líklega verið annað en það hefur verið. Bjarni segir að Rússar líti frekar svo á að þessi aðgerð sé til þess fallin að Rússar segi hingað og ekki lengra og bregðist svo við samkvæmt því.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila