Heimsmálin: Náttúruverndartrúarbrögð valda Íslandi miklum vandræðum

Það eru ýmis trúarbrögð sem fest hafa rætur hér í samfélaginu á Íslandi sem miklum vandræðum í samfélaginu. það sé hægt að nefna þau náttúruverndartrúarbrögð. Náttúrverndarsinnar geta tekið upp á því að mótmæla þorskveiðum næst. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Ólafssonar hagfræðings í þættinum Heimsmálin í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar.

Guðmundur segir þessi náttúruverndartrúarbrögð eiga rætur sínar að rekja til Alþýðubandalagsins gamla þegar var verið að reisa Búrfellsvirkjun. Þar hafi Alþýðubandalagið verið fremst í flokki mótmæla undir stjórn Hjörleifs Guttormssonar og hafi viðkvæðið verið að þarna væri verið að spilla náttúrinni svo útlendingar gætu grætt.

Raforkuframleiðslan fært þjóðinni miklar gjaldeyristekjur

Guðmundur segir, ef þetta sé skoðað nánar megi benda á bók um sögu Landsvirkjunar. Við lestur hennar megi sjá að það sé augljóst mál að raforkuframleiðsla á Íslandi sé eitt best heppnaða framtak sem farið hefur fram hér á landi. Okkur hafi tekist að rafvæða landið og ekki nóg með það þá hafi raforkuframleiðslan skapað þannig raforkukerfi að það hafi fært þjóðinni gífurlegar gjaldeyristekjur.

Náttúruverndar geta farið að mótmæla þorskveiðum

Þær tekjur séu mjög mikilvægar og til lengri tíma litið séu þær tekjur langt umfram þær tekjur sem sjávarútvegurinn hefur skapað en frammi fyrir þessu hafi menn verið að kveða upp einhvern söng um náttúruvernd. Hann segir að það sé mjög erfitt að átta sig á því hvers vegna menn kyrji slíka söngva því þeir byggist bara á einhverju sem fólk heldur að því finnist. Hann segir náttúruverndarsinna allt eins geta tekið upp á því næst að mótmæla þorskveiðum því þeim myndi finnast að ekki mætti spilla þorskinum.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila