Heimsmálin og kosningar víða framundan

Sú mynd sem er að teiknast upp í þeim löndum sem verið er að kjósa í á næstunni eins og Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum sýnir að fólk er að hafna wokeismanum og þeirri stefnu sem verið hefur að umturna þjóðríkjunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í Heimsmálunum en þar ræddu Arnþrúður og Pétur um þær miklu hræringar sem verið hafa í stjórnmálunum í Evrópu og Bandaríkjunum að undanförnu.

Í Frakklandi gæti hugsanlega Þjóðfylking Marine Le Pen unnið í seinni umferð kosninganna í Frakklandi sem fram fer næstkomandi sunnudag. Pétur velti þeirri spurningu upp í þættinum hvort Macron foresti muni segja af sér í kjölfar þess að flokkur Marie Le Pen ynni sigur. Enda yrði niðurstaðan mjög mikill persónulegur ósigur fyrir hann. Stefna Le Pen í innflyjtendamálum á mjög upp á pallborðið hjá Frökkum, Að sama skapi falli sú stefna Le Pen að lækka skatta afar vel í kramið hjá Frökkum. Segja má að það sama sé að gerast í raun um alla Evrópu sem og Bandaríkjunum. Hinsvegar stendur þetta mjög tæpt fyrir Le Pen því Flokkur Macrons hefur sameinaðst vinstri öfga flokkum til að freista þess að halda meirihluta í Frakklandi.

Fólk vill breytingar og skýra stefnu og stjórnarhætti

Fólk sé einfaldlega búið að fá nóg af stjórnmálamönnum sem taki óábyrgar ákvarðanir í innflytjendamálum sem umturni öllu í samfélögunum, valdi menningarbreytingu og leggi innviði í rúst, ekki síst vegna þess að breytingunum er lætt inn á lúmskan hátt og hefur það einnig verið gert hér á Íslandi meðal annar undir merkjum Woke.

Macron vildi senda franska hermenn á víglínuna í Úkraínu

Staða Macron þarf ekki að koma á óvart því lengi hefur stefnu hans í ýmsum málum verið mótmælt mjög harðlega til dæmis af hálfu gulvestunganna og þá bætti ekki úr skák sú yfirlýsing hans að hann myndi vilja senda frakka á víglínuna í Úkraínu að berjast við Rússa.

Staðan góð fyrir Verkamannaflokkinn í Bretlandi

Það er líklegt að pólitískir dagar Rishi Sunak forsætisráðherra verði taldir eftir að úrslit verða ljós í þingkosningunum í Bretlandi og að Verkamannaflokkurnn muni taka við völdum mjög fljótlega eftir kosningarnar. Arnþrúður bendir á að aðdragandi kosninganna hefði borið brátt að þegar Sunak tilkynnti um fyrirhugaðar kosningar og segir sagan að hann hafi einfaldlega ekki viljað taka þátt í meira stríðsbrölti og hafi því viljað segja þetta gott. Pétur segist ekki alveg sammála því og segir að Sunak hafi verið meðvitaður að staða hans væri afar veik og það sé fyrst og fremst ástæðan fyrir því að hann boði til kosninganna.

Ef Biden hefur ekki heilsu á eiginkona og nánustu samstarfsmenn að stoppa hann

Í Bandaríkjunum er allt á suðupunkti eftir sögulegar kappræður Trump og Biden sem fram fóru á CNN og eru fjölmargir á því að skipta þurfi Biden út og telja hann ekki hæfan til þess að sitja lengur sem forseti. Arnþrúður segir að það hljóti að vera ábyrgðarhluti af hálfu þeirra lækna sem dregnir hafa verið í viðtöl í fjölmiðlum og lýsi yfir bágri heilsu Bidens án þess að hafa skoðað manninn og það hljóti að vera Biden erfitt að lesa slíkt um sig dag eftir dag. Arnþrúður segir að ef fullyrðingar um slæma heilsu Biden séu réttar þá sé afar sérkennilegt af hálfu eiginkonu Biden að leggja það að honum að fara í framboð og í raun óskiljanlegt að hún geri honum það. Þess utan sé það helst stefna Biden hvað varðar stríðið í Úkraínu sem og í innflytjendamálun sem sé honum helst til trafala líkt og það er öðrum stjórnmálamönnum í Evrópu að sama skapi vandamál og hefur áhrif á fylgi þeirra. Biden hefur opnað landamæri alfarið og hafa 10 milljónir ólöglegra innflytenda komist inn í landið í stjórnartíð Biden

Donald Trump með pálmann í höndunum

Á meðan stendur Trump uppi mað pálmann í höndunum þrátt fyrir allar tilraunir til þess að fella hann ýmist með dómsmálum, rógi og illmælgi og fátt sem viðist standa í vegi hans að verða forseti á ný.

Hlusta má á ítarlegri umræður um stjórnmálin á erlendum vettvangi í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila