Það er afskaplega ólíklegt að Kamala Harris muni breyta af þeirri stefnu sem Joe Biden er búinn að marka í Úkraínustríðinu verði hún kjörin forseti Bandaríkjanna. Þetta segir Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri en hann var gestur í Heimsmálunum í gær hjá Pétri Gunnlaugssyni.
Donald Trump segir að það hefði ekki orðið stríð í Úkraínu hefði hann verið forseti
Hilmar segir að í kappræðum Joe Biden forseta Bandaríkjanna við Donald Trump frambjóðanda Repúblikana 28. júní sl. hafi Trump ítrekað að stríðið Úkraínu hefði aldrei orðið ef hann hefði verið forseti. Donald Trump segist munu binda endi á stríðið á einum sólahring, yrði hann forseti. Varaforsetaefni Trump, JD Vance öldungadeildarþingmaður, var mjög andvígur síðustu aðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu sem nam um 60 milljörðum Bandaríkjadala.
Joe Biden dró framboð sitt til baka eftir kappræðurnar við Trump
Eftir kappræður Biden og Trump og leiðtogafund NATO í Washington í júlí sl. dró Joe Biden forseti Bandaríkjanna framboð sitt til baka og hefur Kamala Harris varaforseti tekið við sem forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins.
Sem varaforseti hefur Harris lítið haft sig í frammi í utanríkismálum og má telja ólíklegt að hún breyti í grundvallaratriðum stefnu Biden hvað varðar málefni Úkraínu, Gaza svæðisins eða afstöðunnar til Kína.
ESB og NATO hafa verið að stækka en ekki Rússland
Margir vestrænir leiðtogar telja innrás Rússlands inní Úkraínu fyrsta skrefið til að endurreisa Sovétríkin eða að minnsta kosti stækka Rússland. Dómínókenningin lifir enn góðu lífi. Þó er ljóst að Evrópusambandið (ESB) og NATO hafa verið að stækka undanfarana áratugi miklu fremur en Rússland. Þegar Sovétríkin féllu var Varsjárbandalagið hinsvegar lagt niður.
Eftir fall Sovétríkjanna 1991 hefur ESB ríkjum fjölgað um 13 ríki og eru þau nú 27. NATO ríkjum hefur fjölgað um 16 ríki og eru þau nú 32. Það þarf að hafa í huga að löndin sem gengu í ESB og NATO gerðu það að eigin ósk meðal annars vegna þess að þau töldu það styrkja efnahag sinn og auka öryggi sitt.
Rússar og Kínverjar upplifa eins og verið sé að umkringja þá
Stækkun þessara bandalaga, sérstaklega NATO, sem Rússar sjá sem ögrun og nú líka í Kína. Stjórnvöld í Rússlandi upplífa stækkun NATO á þann hátt að verið sé að umkringja Rússland. Stjórnvöld í Kína upplifa líka að verið sé að umkringja sig í Asíu. Japan, Suður Kórea og Ástralía sækja nú NATO fundi.
NATO opnar skrifstofu í Toyko og Amman í Jórdaníu
NATO er nú að opna skrifstofu í Toyko og Amman og þetta veki spurningar í Asíu og Mið Austurlöndum. Þetta vekur spurningar líka hjá löndum sem telja sig til svokallaðs „Global South.“
Fréttin er hluti af ítarlegri fréttaskýringu sem lesa má með því að smella hér
Hlusta má á nánari umfjöllun í spilaranum hér að neðan