Joe Biden forseti Bandaríkjanna kynnti nýlega hugmynd að vopnahléi á Gaza svæðinu með friðarsamningum í þremur skrefum í deilu Palestínu og Írael. Það vekur athygli að það er Biden sem kynnir tillöguna, en ekki Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors við Háskólann á Akureyri í Heimsmálunum en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.
Hilmar segir að þetta veki líka spurningar um vilja ríkisstjórnar Ísraels til að semja á grundvelli þessara þriggja skrefa sem Biden kynnti. Þar að auki felur þessi tillaga í sér að Ísrael er að semja við Hamas sem Netanyahu hefur sagst vilja eyða. Þegar hefur komið fram andstaða við tillöguna í ríkisstjórn Ísrael og óljóst um pólitíska lausn á málinu.
Hver mun byggja upp eyðilegginguna í Palestínu
Jafnvel þó takist að koma á vopnahléi þá stendur eftir spurningin um stofnun sjálfstæðis ríkis Palestínu eftir. Auk þess er óljóst hverjir muni fjármagna gífurlega eyðileggingu á Gaza svæðinu sem orðið hefur undanfarna mánuði. Er tveggja ríkja lausn enn möguleg eftir eyðilegginguna á Gaza svæðinu og landtökuna á Vesturbakkanum.
Varanleg lausn best fyrir Ísrael
Hilmar segir að þó megi segja að það þjóni hagsmunum Ísrael best að varanleg lausn náist þannig að Ísrael geti tekið upp eðlileg samskipti við nágrannaríki eins og Sádi-Arabíu. Slíkt gætið stuðlað að varanlegum friði í Mið-Austurlöndum og efnahagsuppbyggingu á svæðinu þar á meðal í sjálfstæðri Palestínu.
Fréttin er hluti af ítarlegri fréttaskýringu sem lesa má með því að smella hér.
Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan