Óstjórn í efnahagsmálum og ótti við að Kamela Harris verði forseti eru tvær af þeim ástæðum að verðhrun varð á erlendum hlutabréfum á mörkuðum um helgina. Kamela sé algjörlega óhæf til að taka á stórum málum á heimsvísu og markaðir taka mið af því. Þetta kom fram í Heimsmálunum í viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur við Írisi Erlingsdóttur fjölmiðlafræðings í Bandaríkjunum í dag.
Vaxtagreiðslur Bandaríkjanna hærri en rekstrarkosnaður hersins
Íris segir að þegar leitað sé eftir svörum um hvað hafi valdið verðhruninu fari svörin svolítið eftir því hver sé spurður. Repúblikanar og íhaldsmenn segi að um eðlilega afleiðingu sé að ræða af margra mánaða slæmum tölum hvað atvinnuleysi varðar, auk þess sem eytt hafi verið um efni fram úr ríkissjóði. Þá hafi vextir af lánum sem Bandaríkin hafi tekið verið mjög háir og eru svimandi upphæðir greiddar í vexti af þeim lánum sem tekin hafa verið. Til marks um hversu háar upphæði séu greiddar í vexti þá séu þær hærri en sú upphæð sem kostar að reka bandaríska herinn á ársgrundvelli.
Menn óttast óhæfan kommúnista frá Kaliforníu í forsetastólinn
Íris segir að þá séu margir sem telji að komandi forsetakosningar spili inn í og segir Íris að einn þekktur íhaldsmaður hafi orðað það svo að markaðirnir væru farnir að gera sér grein fyrir að svo gæti farið að Bandaríkin sætu uppi með algerlega óhæfan kommúnista frá Kaliforníu sem forseta eftir kosningar og er þar verið að vísa til Kamölu Harris.
Það óttist margir að Kamela sé ekki nægilega öflug til þess að taka á stríðandi öflum í heiminum og að viðbrögð markaða séu mörkuð af þeim ótta.
Hlusta má á nánari umfjöllun í spilaranum hér að neðan