Heimsmálin: Pútín telur íslendinga og rússa geta unnið saman á ýmsum sviðum – Líst vel á hugmynd um hringborð þjóðarleiðtoga

Vladimír Pútín forseti Rússlands

Vladimir Pútín forseti Rússlands telur að íslendingar og rússar geti átt gott samstarf á ýmsum sviðum, til dæmis á sviði orkumála. Þetta sagði Pútín á árlegum fundi forsetans með fjölmiðlafólki í Rússlandi í gær en Haukur Hauksson fréttaritari Útvarps Sögu í Moskvu var á staðnum þar sem hann spurði forsetann spurninga.

Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi ræddi Arnþrúður Karlsdóttir við Hauk þar sem hann greindi frá því sem hann spurði Pútín að en spurningarnar sneru meðal annars um hvort forsetanum fyndist góð hugmynd að þjóðarleiðtogar mæti við hringborð þar sem þjóðarleiðtogar heims kæmu saman árlega og svöruðu spurningum blaðamanna líkt og Pútín gerir sjálfur.

Pútín segir að honum litist vel á hugmyndina og leist vel á að þróa hugmyndina áfram

við í öryggisráðinu þurfum hins vegar að koma saman því það er margt sem verður að ræða, til dæmis veiruna og fleira, en ég er boðinn og búinn að ræða við leiðtoga við slíkt hringborð“ sagði Pútín en hann á hauk í horni þegar kemur að samstarfi þjóða, t,d þegar kemur að hugmyndum um afvopnun

Macron styður mig í því að ræða afvopnun, hringborðið er svo mjög góð hugmynd, þar væri hægt að ræða um viðstkerfið, baráttu gegn hryðjuverkum, hatur milli þjóða og trúarbragða, ég styð hugmyndina um hringborðið en það er svo undir öðrum þjóðarleiðtogum komið hvort þeir vilji setja þetta á fót„. 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila