Heimsmálin: Rússneskur faðir sviptur dætrum sínum og þær settar í fóstur á múslimskt heimili

Denis Lisov ásamt dætrum sínum

Rússneskur faðir ,Denis Lisov sem hafði flutt til Svíþjóðar með dætrum sínum hefur fengið hæli í Póllandi eftir að sænsk yfirvöld höfðu tekið dætur hans frá honum. Þetta kom fram í máli Gústafs Skúlasonar í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Í þættinum greindi Gústaf frá sögu föðursins sem sviptur var dætrum sínum af hálfu félagsmálayfirvalda í Svíþjóð, þar sem hann var talinn ekki geta séð fyrir þeim og voru dætur hans vistaðar hjá múslimskri fjölskyldu. Maðurinn var að vonum afar ósáttur við aðgerðir yfirvalda

svo gerði maðurinn tilraun til þess að sækja dætur sínar og ætlaði aftur með þær til Rússlands og var þá handtekinn á flugvellinum í Varsjá vegna þess að sænsk stjórnvöld höfðu lýst honum sem hættulegum manni “ segir Gústaf.

Eftir nánari rannsókn pólskra yfirvalda á bakgrunni mannsins var manninum veitt pólitískt hæli í Póllandi þar sem niðurstaða pólskra yfirvalda var sú að mannréttindi hefðu verið brotin á manninum. Hann hefur nú fengið dætur sínar til sín á ný.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila