Heimsmálin: Samstaða Arabaríkjanna að aukast og Ísraelar að einangrast

Í heimsmálunum í dag ræddur þeir Pétur Gunnlaugsson og Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu um alvarlegt ástand í miðausturlöndum. Það er ljóst að samstaðan meðal Arabaríkja og Múslima er að aukast mjög eftir því sem her Ísraela gengur harðar fram í stríðinu á GAZA og þá eru Ísraelar samtímis að verða einangraðri hvað varðar stríðsrekstur sinn. Mikill þrýstingur er á að friðarviðræður fari fram.

Haukur segir að fjölmargir Palestínumenn hafi því miður fallið eða um 15.000 manns og þar af eru um 75% fallinna konur og börn. Hann segir athyglisvert að engin pressa á um friðarviðræður komi frá Evrópusambandinu, Bandaríkjunum eða Bretlandi. Arabaríkin sem virðast vera að þétta sig saman gegn aðgerðum Ísraelsmanna hafa meðal annars kallað eftir því að hætt verði að selja Ísraelum eldsneyti og að þeir verði beittir viðskiptaþvingunum. Bendir Haukur meðal annars á að samstaða þessara ríkja hefði fyrir nokkrum vikum verið óhugsandi og sé til marks um hversu langþreyttir menn séu að verða á framgöngu Ísraelsmanna.

Múslimar eru að þjappa sér mjög saman

“ það er algerlega ljóst að það sem er að gerast núna er að þetta er að þjappa múslimum saman í mjög sterka blokk sem er mjög andvestræn og það eru fjöldagöngur í mörgum borgum heimsins allt frá suður Ameríku til Asíuríkja þar sem verið er að brenna fána Bandaríkjanna, Ísraels og Evrópusambandsins “ segir Haukur.

Erdogan: Trúarbragðastríð

Hann segir líklegt að fjöldagöngur og andstaðan muni aukast enda sé ekki verið að reyna að stöðva þau fjöldamorð á saklausum borgurum sem eiga sér staða á GAZA á degi hverjum. Hann segir að á fundum um átökin hafi Erdogan talað um að þetta væri nokkurs konar trúarbragðastríð og kalli Vesturlönd meðal annars krossfara nútímans.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila