Í Heimsmálunum ræddu þau Arnþrúður Karlsdóttir, Íris Erlingsdóttir í Bandaríkjunum og Haukur Hauksson í Moskvu um Framtíðarsáttmálann sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra undirritaði á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Voru þau sammála um að sáttmálinn getur haft áhrif á sjálfstæða stefnumótun Íslands þegar kemur að alþjóðamálum, auk þess sem hann hefur tengingu inn í vók stefnuna. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.
Fram kom í þættinum að í samningnum sé lögð áherslu á félagslegt réttlæti, kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks, sem séu atriði sem oft eru tengd Vók stefnunni. Áherslan á réttindi minnihlutahópa hefur vakið upp umræðu um hvernig Ísland muni samræma sína stefnu þessum alþjóðlegu kröfum sérstaklega þegar kemur að málefnum eins og kynjajafnrétti og félagslegri innlimun.
Sáttmálinn getur dregið úr sjálfstæði Íslands
Þátttaka Íslands í Framtíðarsáttmálanum mun óhjákvæmilega hafa áhrif á íslenska stefnumótun í framtíðinni. Með sáttmálanum hefur Ísland skuldbundið sig til að vinna að ákveðnum markmiðum sem snúa að sjálfbærni, loftslagsvernd og mannréttindum. Sumir hafa lýst áhyggjum af því að þessi alþjóðlega samvinna gæti dregið úr sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum, en aðrir benda á að þetta sé nauðsynlegt til að leysa alþjóðlegar áskoranir á borð við loftslagsvána.
Ljóst er að undirritun Bjarna á Framtíðarsáttmála SÞ 2030 er skref í átt að aukinni alþjóðlegri skuldbindingu og veki jafnframt upp áleitnar spurningar um framtíð sjálfstæðis í íslenskri stefnumótun.
Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan