Heimsmálin: Stoltenberg varar NATO löndin við samstarfi Rússlands og Kína

Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO varaði NATO löndin og vesturlönd öll við skilaboðum frá Kína um aukið samstarf þeirra og Rússlands á sviði efnahagsmála, stjórnmála og hermála. Kínverjar og Rússar hefði gert samning þess efnis. Stoltenberg lýsti þessu yfir á fjölmennum blaðamannafundi í Ráðhúsinu í Osló í gær. Þetta var meðal þess sem fram kom í Heimsmálunum í dag þar sem Haukur Hauksson og Arnþrúður ræddu meðal annars um Úkraínustríðið. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Kína og Rússland að efla tengsl sín og samstarf á öllum sviðum

Arnþrúður sagði að Stoltenberg hafi lagt áherslu á að þessi tvö stórveldi séu að efla tengsl sín verulega á öllum sviðum – pólitískum, efnahagslegum og hernaðarlegum – sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir alþjóðlegt jafnvægi og öryggi. Hann undirstrikaði að þessi þróun gæti haft alvarlegar afleiðingar ef átök brjótast út, bæði í Evrópu og Asíu.

Samstarf Kína og Rússlands út fyrir eigin landamæri

Samkvæmt Stoltenberg er sú staða komin upp að Rússland og Kína starfi mjög þétt saman og að þau muni styðja hvort annað ef til frekari átaka kemur. Samstarf þeirra nái ekki aðeins innan landamæra, heldur einnig utan þeirra, sem veki sérstakar áhyggjur vegna hernaðarlegs eðlis samstarfsins. Hann tók fram að NATO-löndin þurfi að vera meðvituð um þessa þróun og að hún kalli á að Vesturlönd undirbúi sig fyrir þann möguleika að Rússland og Kína muni standa saman í framtíðarátökum.

Skýr skilaboð frá Stotenberg

Arnþrúður sagði að skilaboðin sem fælust í orðum Stoltenbergs væru þau að menn skyldu ekki voga sér að heimila Úkraínu að nota langdrægar eldflaugar til þess að skjóta inn í Rússland.

Stoltenberg hvetur NATO löndin til að halda vöku sinni

Fram kom í þættinum að þessi viðvörun Stoltenbergs á fundinum í Ósló endurspegli þá stöðu sem NATO stendur nú frammi fyrir. Samvinna Rússlands og Kína hafi þróast hratt á síðustu árum og virðist nú ná nýjum hæðum. Stoltenberg hvatti til þess að NATO-löndin haldi vöku sinni og bregðist við þessari breytingu á valdahlutföllum í alþjóðakerfinu með varfærni, enda sé mikilvægasta verkefni NATO að tryggja að slíkir átakahættir leysi ekki úr læðingi átök sem gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir heiminn allan.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila