Heimsmálin: Trump myndi hætta vopnasendingum til Úkraínu og stöðva stríðið

Donald Trump myndi hætta alfarið vopnasendingum til Úkraínu næði hann kjöri í komandi forsetakosningum. Hann leggur mikla áherslu á frið og myndi stöðva stríðið. Trump hefur harðlega gagnrýnt hvað stríðið hefur dregist á langinn. Þetta var meðal þess sem fram kom í Heimsmálunum í dag en þar voru þau Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu og Íris Erlingsdóttir gestir Arnþrúðar Karlsdóttur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Trump gæti lagfært heimsmyndina

Fram kom í þættinum að ef Trump nær aftur kjöri árið 2024 gætu alþjóðleg samskipti breyst verulega til batnaðar. Trump hefur sagst ætla að hafna einsleitri fjölþjóðlegri stefnu og gæti því haft áhrif á samstöðu vesturveldanna gegn Rússlandi. Hann gæti jafnvel dregið Bandaríkin úr virku hlutverki í Úkraínu sem gæti leitt til breytinga á styrkleikahlutföllum á alþjóðavettvangi.

BRIKS ríkin hafa áhrif á Vesturlönd

Bandaríkin hafa þurft að styrkja stöðu sína gagnvart bæði Kína og Rússlandi. Stríðið hefur aukið togstreitu milli vestrænna stórvelda og „BRICS“-ríkjanna (Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður-Afríka), sem nú reyna að mynda ný alþjóðleg valdaöfl í andstöðu við vestræn áhrif. Ef styrkur bríks-ríkjanna eykst á næstu árum, gætu þau myndað áhrifamikinn andstæðing við vestræn stórveldi.

Úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum hafa afgerandi áhrif á stríðsátökin

Stríðið í Úkraínu hefur varanleg áhrif á framtíðarstefnu stórvelda og alþjóðleg samskipti. Ef stuðningur Bandaríkjanna minnkar eða breytist eftir næstu forsetakosningar gætu samskiptin við bandamenn og samkeppnisaðila þeirra einnig þróast í aðra átt. Stefna stórvelda á heimsvísu verður áfram undir áhrifum af því hvernig stríðinu vindur fram og hver verður í forsetastóli Bandaríkjanna á næstu árum. Á meðan mun framtíðarstaða alþjóðakerfisins ráðast af því hvort friðarviðræður eiga sér stað og hvernig heimsmynd stórveldanna þróast. Þess er vert að minnast að á meðan Donald Trump var forseti Bandaríkjanna frá 2016 -2020 þá stöðvaði hann öll stríðsátök og lagði aðaláherslu á frið.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila