Það gætir talsverðs tvískinnungs í málflutningi demókrata því á sama tíma og þeir hafa fengið Biden til þess að draga framboð sitt til baka á þeim forsendum að hann sé ekki hæfur til þess að vera í framboði, gera þeir ekki athugasemdir við að hann sitji áfram næstu sex mánuði í embætti forseta. Þetta var meðal þess sem fram kom í Heimsmálunum í dag en þar var Íris Erlingsdóttir fjölmiðlafræðingur viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur, Péturs Gunnlaugssonar og Bjarna Haukssonar.
Fjárfestar ætluðu að hætta við styrkveitingar
Í þættinum sagði Íris að sá þrýstingur sem settur var á Biden að stíga til hliðar hafi bæði komið frá ráðamönnum innan demókrataflokksins sem og fjársterkum aðilum sem hafi verið komnir á fremstu brún með að hætta að styrkja flokkinn fengist Biden ekki til þess að draga framboð sitt til baka.
Biden hótað að fjölmiðlar rægðu hann ef hann hætti ekki
Þá sagði Íris að Biden hafi jafnvel verið hótað að klippt yrði á fjármögnun verkefna sem honum hafi verið hugleikin, meðal annars uppbyggingu bókasafns sem hann hygðist koma á laggirnar, auk þess sem honum hafi verið gert ljóst að gæfi hann framboðið ekki upp á bátinn yrðu fjölmiðlar notaðir gegn honum og hann yrði rægður niður.
Þrýst á Joe Biden að segja af sér strax
Nú sé uppi ákveðinn þrýstingur um að Joe Biden segi af sér nú þegar sem forseti en það merkilega við það sé að sá þrýstingur kemur ekki innanfrá, þ,e demókrataflokksins heldur komi sá þrýsingur utan frá.
Biden í raun strengjabrúða
Benti Íris á að ljóst væri að Biden hefði verið í raun strengjabrúða í embættinu en það hafi hins vegar aldrei mátt ræða og meginstraumsfjölmiðlar hafi þaggað það niður allan þann tíma sem hann hafi gengt embætti.
Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan