Heimsmálin: Umráðasvæði NATO stækkar stöðugt nær Rússlandi

Þrátt fyrir gefin loforð á árum áður um að stækka ekki NATO til austurs í átt að Rússlandi hefur stækkun til austurs átt sér stað alls 12 sinnum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors við Háskólann á Akureyri í Heimsmálunum en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Í þættinum kom fram að vegna stríðsins í Úkraínu hafi staða NATO verið mikið í umræðu og nauðsyn þess að auka útgjöld til varnarmála í Evrópu. Þessi umræða fer fram þó Úkraína sé ekki aðildarríki NATO sem þýðir að NATO hefur engar formlegar skyldur gagnvart Úkraínu á þann hátt sem bandalagið hefur gagnvart aðildarríkjum sínum. Þetta breytir því ekki að mörg NATO ríki, þar á meðal Ísland, hafa aðstoðað Úkraínu á ýmsan hátt í yfirstandandi stríði.

Lofað að stækka ekki NATO í átt að Rússlandi

Ísland sem er eitt af stofnríkjum NATO frá 1949 hefur þá sérstöðu að vera herlaust land. Nú er miðað er við að aðildarríki NATO eyði minnst 2 prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Við stofnun NATO gerðust 12 lönd aðildarríki, en síðan þá hafa 20 lönd til viðbótar gengið í NATO með samtals 10 stækkunarlotum. Því hefur verið haldið fram að Jim Baker þá utanríkisráðherra hafi lofað Mikhail Gorbachev leiðtoga Sovétríkjanna á fundi í Kreml 1990 að NATO myndi ekki stækka eina tommu til austurs “not one inch to the east” eftir sameiningu Þýskalands. Þrátt fyrir þetta loforð hafa sjö stækkanir átt sér stað síðan Sovétríkin féllu árið 1991.

Rússar sjá NATO sem hernaðarbandalag

Eitt af því sem einkennir stækkun NATO er að hún hefur fyrst og fremst veðið til austurs og færst nær Rússlandi sem ýmis ný aðildarríki sjá sem ógn við sig meðal annars af sögulegum ástæðum. Yfirvöld í Rússlandi sjá aftur á móti NATO sem hernaðarbandalag, fremur en varnarbandalag. Þau sjá NATO sem ógn við sitt þjóðaröryggi og hafa margoft mótmælt stækkun NATO við eða nálægt landamærum sínum með tilheyrandi hernaðaruppbyggingu.

Fréttin er hluti af ítarlegri fréttaskýringu sem lesa má nánar um með því að smella hér

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila