Heimsmálin: Uppstokkun í ríkisstjórn Úkraínu – Dimitro Kuleba hættir

Mikil uppstokkun hefur átt sér stað í stjórn Úkraínu þar sem Dimitro Kuleba, fyrrverandi utanríkisráðherra landsins, hefur sagt af sér embætti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í Heimsmállunum í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Að sögn Hauks Haukssonar, fréttamanns, er afsögnin afleiðing af vaxandi óánægju Kuleba með stefnu Volodymyr Zelensky forseta, sérstaklega hvað varðar hernaðarlega harðlínustefnu og sprengjuárásir Úkraínu dýpra inn í Rússland. Kuleba hefur verið mikill stuðningsmaður vestrænna sambanda Úkraínu, sérstaklega með NATO og Evrópusambandinu, en þessi ágreiningur um stefnu landsins varð til þess að hann ákvað að hætta.

Dimitro Kuleba hefur verið lykilmaður í samskiptum við vestræn ríki

Kuleba, sem hefur verið lykilmaður í samskiptum Úkraínu við vestræn ríki og Bandaríkin, var einnig talinn mjög nátengdur bandarísku stjórninni og stjórnvöldum í Evrópu, þar á meðal lýðræðissinnuðum öflum innan NATO. Hans nánasta samstarf hefur verið við lýðræðissinna í Washington og Brussel, sérstaklega í stjórn Joe Biden forseta.

Andrei Sibigla verður utanríkisráðherra með sterk tengsl við Tyrkland

Í kjölfar þessara breytinga hefur Andrei Sibiga tekið við embættinu sem utanríkisráðherra. Sibiga er fyrrverandi sendiherra Úkraínu í Tyrklandi, sem bendir til þess að Úkraína sé að styrkja tengsl sín við Tyrkland, þar sem áhrif Tyrkja eru mikil á ástandið í Austur-Evrópu. Hauk talar um að Tyrkland eigi mikilvægan þátt í sambandi Úkraínu við NATO, þar sem Tyrkir hafa vaxandi hernaðar- og stjórnmálaleg áhrif á svæðinu.

Valdatíð Zelensky gæti verið á enda

Uppstokkunin í stjórn Úkraínu er talin merki um að Zelensky sé að reyna að herða tökin innan stjórnkerfisins, þar sem hann stendur frammi fyrir miklum áskorunum í ljósi sívaxandi spennu í samskiptum Úkraínu og Rússlands. Haukur talar einnig um að það séu vangaveltur innan Moskvu og víðar um að valdatíð Zelenskys gæti verið á enda, þar sem hann stendur frammi fyrir áskorunum frá stjórnmálalegum öflum innanlands og alþjóðlega, líklegur arftaki Zelenskys er sendiherra Úkraínu í Bretlandi en Haukur segir að verði sá forseti sé í raun kominn fram úkraínskur Pinochet.

Þessar breytingar gefa til kynna að stjórnmálaástandið í Kænugarði er mjög óstöðugt, þar sem ýmsir helstu stjórnarmenn eru að hverfa af sviðinu eða taka við nýjum hlutverkum.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila