Í þættinum Hemsmálunum í gær ræddu Arnþrúður Karlsdóttir, Pétur Gunnlaugsson og Björn Þorri Viktorsson lögmaður þær helstu fréttir sem voru í umræðunni í vikunni og þar voru meðal annars þær helstu fréttir af erlendum vettvangi ræddar.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur verið í sviðsljósinu vegna endurkjörs síns, en það sem helst hefur farið fram hjá fjölmiðlum er dómur sem féll daginn áður. Í þessum dómi fékk von der Leyen og framkvæmdastjórn ESB á baukinn fyrir að leyna bóluefnasamningi við Pfizer.
Samningurinn, sem var gerður í gegnum SMS-skilaboð milli von der Leyen og forstjóra Pfizer, var gagnrýndur fyrir skort á gagnsæi. Gögn um magn og verð bóluefnisins voru eydd. Að auki hefur komið í ljós að eiginmaður Ursulu var samstarfsmaður forstjóra Pfizer, sem vekur spurningar um hagsmunatengsl.
Þetta gengur þvert á yfirlýsingar von der Leyen um að verja lýðræðið. Margir velta því fyrir sér hvers vegna síminn hennar var ekki gerður upptækur til að rannsaka málið frekar. Ljóst er að ekki gilda sömu reglur um æðstu valdhafa, bæði í Evrópu og á Íslandi.
Banatilræðið við Donald Trump hefur einnig verið áberandi í fréttum, en meginstraumsfjölmiðlar hafa gert lítið úr málinu. Hatursumræðan gagnvart Trump hefur verið gengdarlaus, þar sem sömu álitsgjafar eru fengnir aftur og aftur til að rægja hann.
Arnþrúður bendir á að Joe Biden hafi hvatt til að Trump yrði skotmark, jafnvel beint sagt að setja ætti skotmarkið á hann. Ýmsir hátt settir í demókrataflokknum hafa hvatt Biden til að draga framboð sitt til baka.