Í Heimsmálunum í dag ræddi Pétur Gunnlaugsson við Hilmar Þór Hilmarsson prófessor við Háskólann á Akureyri um alþjóðastjórnmálin. Sagði Hilmar Þór að Vesturlönd væru svo djúpt sokkin í Úkraínustríðið að engin undankomuleið virtist í sjónmáli. Fleiri hættusvæði væru í staðreynd í Evrópu.
Hilmar segir að það séu fleiri hættusvæði í Evrópu en Úkraína. Á leiðtogfundi NATO í Washington í júlí sl. var því haldið fram að í mörgum tilvikum myndu aðildarríki NATO þurfa að eyða meira en 2% af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Í ályktun fundarins stendur „We reaffirm that, inmany cases, expenditure beyond 2% of GDP will be needed in order to remedy existing shortfalls and meet the requirements across all domains arising from a more contested security order.“
Efnahagsstaða ESB er ekki góð
Stofnun Evrópusambandsins og svo NATO áttu að tryggja frið í Evrópu, en það hefur ekki gengið eftir. Efnahagsstaða ESB og Evrusvæðisins er heldur ekki góð með lágum hagvexti og slæmri skuldastöðu. Atvinnuleysi og fólksflótti hefur verið vandamál í mörgum Austur og Mið Evrópu ríkjum.
Fleiri styrjaldir geta brotist út á næstunni
Engir friðarsamningar séu í sjónmáli í Úkraínu og jafnvel beðið eftir að sjá hver verði næsti forseti Bandaríkjanna 4. nóvember n.k. Þó er talað um aðra friðarráðstefnu í haust og alls ekki er útilokað að fleiri styrjaldir brjótist út í álfunni á næstunni. Þar munu stjórnvöld í Evrópu áfram, eins og nú, verða í aukahlutverki. Stórveldi í austri og vestri munu, eins og nú, ráða mestu um þá för.
Vesturlönd eru svo djúpt sokkin í Úkraínustríðið engin undankomuleið virðist möguleg og mikið ber á milli Rússlands og Úkraínu séu hugmyndir landanna um friðarsamninga skoðaðar.
Sumir leiðtogar innan Nato vilja senda hermenn til Úkraínu
Leiðtogar landa eins og t.d. Frakklands og Eystrasaltsríkjanna hafa talað um að senda hermenn inní Úkraínu og sumir leiðtogar NATO ríkja tala um að taka beri upp herskyldu í öllum NATO ríkjum. Hvorug stofnunin, ESB eða NATO, hefur hingað til viljað hleypa Úkraínu inn, ekki einu sinni leggja fram hugsanlega tímatöflu um aðild. Vegna slæmrar stöðu á vígvellinum hafa nú stjórnvöld í Úkraínu hvata til að reyna að draga NATO og þá um leið Bandaríkin í bein átök við Rússland. Nú sé meira að segja eldflaugum og drónum skotið beint inní Rússland.
Fréttin er hluti af ítarlegri fréttaskýringu sem lesa má í heild með því að smella hér
Hlusta má á nánari umfjöllun í spilaranum hér að neðan