Heimsmálin: Vesturlönd eiga þátt í hvernig komið er fyrir Úkraínu

Vesturlönd bera ákveðna ábyrgð á því hvernig komið er fyrir Úkraínu nú um stundir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hilmars Þórs Hilmarssonar prófessors við Háskólann á Akureyri í Heimsmálunum í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Bendir Hilmar á að það hafi verið Vesturlönd sem sannfærðu Úkraínu árið 1994 með svokölluðu Budapest Memorandum að láta af hendi öll sín kjarnorkuvopn til Rússlands. Þetta hafi verið gert þó miklar líkur væru á því að Rússland myndi einhvern tíma banka á dyr Úkraínu eins og síðar varð.

Úkraína ekki í NATO eftir 16 ára bið

Á NATO fundurinn í Búkarest 2008 þegar ákveðið var að Úkraína færi í NATO en landinu var aldrei hleypt inn. Nú 16 árum síðar er Úkraína ekki aðili að NATO og engar líkur á að svo muni verða á næstunni. Hefði Úkraínu verið hleypt í NATO fljótlega eftir Búkarest fundinn 2008 hefði innrás Rússlands hugsanlega aldrei orðið. En Úkraína var bara skilin eftir í snörunni.

Gífurlegt eignatjón og manntjón óbætanlegt

Hilmar segir bestu varnarbandalögin vera þau sem aldrei þurfa að fara í stríð og besti herinn sá sem aldrei þarf að berjast. Ákvörðunin um enn frekari stækkun NATO til austurs með Úkraínu innanborðs leiddi svo til þess stríðs sem nú stendur yfir með Úkraínu í vörn, búinn að tapa stórum hluta að landi sínu og við núverandi aðstæður skortir bæði vopn og hermenn. Eignatjón er gífurlegt, manntjón óbætanlegt. Því miður hafði NATO ekki nægan fælingarmátt til þess að koma í veg fyrir innrás Rússa.

Fólki fækkað verulega í Úkraínu

Þegar Úkraína varð sjálfstætt ríki árið 1991 bjuggu um 52 milljónir manna þar. Hefði fólksfjöldi Úkraínu þróast með eðlilegum hætti væri íbúar þar nú 70 til 75 milljónir. Eins og staðan er í dag búa varla meira en 30 milljónir í Úkraínu. Verg landsframleiðsla hefur hrunið.

Fréttin er hluti af ítarlegri fréttaskýringu sem lesa má í heild með því að smella hér

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila