Heimsmálin: Viðurkennir að NATO hafi hafnað samningi við Rússa

Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag ræddi Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi í viðtali við Pétur Gunnlaugsson meðal annars um Úkráinustríðið. Í þættinum sagði Gústaf frá nýjum upplýsingum sem fram hafa komið um aðdraganda stríðsins en þær upplýsingar komu fram í ræðu Jens Stoltenberg framkvæmdastjóra NATO á ESB þinginu.

Stoltenberg útskýrði í ræðu sinni að NATO hefði getað komið í veg fyrir stríðið í Rússlandi með því að samþykkja að af frekari stækkun NATO yrði ekki. Hann sagði að það hefði verið forsenda þess að Rússar myndu ekki ráðast inn í Úkraínu en svo virðist sem stækkun NATO hafi verið yfirmönnum NATO meira keppikefli en halda friði í Evrópu og koma í veg fyrir stríð. Það verður að teljast sérstakt því NATO skilgreinir sig sem varnarbandalag og ætti samkvæmt því að reyna í lengstu lög að reyna að koma í veg fyrir að stríð brjótist út.

Stoltenberg situr þó fastur fyrir og segir að Pútín hafi lítið haft upp úr innrásinni í Úkraínu annað en að færa honum það sem hann vildi ekki.

„„Svo hann fór í stríð til að koma í veg fyrir Nató, meira af Nató nálægt landamærum sínum. Hann hefur uppskorið hið gagnstæða. Hann hefur fengið meiri viðveru Nató í austurhluta bandalagsins og hann hefur líka horft á, að Finnland hefur þegar gengið í bandalagið og Svíþjóð verður bráðum fullgildur aðili.“ sagði Stoltenberg.

Staðan sé hins vegar sú að sú ákvörðun að hafna samningi við Rússa um að hætta við stækkun NATO hefur orðið til þess að NATO hefur stækkað og fórnarkostnaðurinn er á kostnað Úkraínu og á ábyrgð Rússa.

Bent hefur verið á af mönnum eins og Glenn Diesen prófessors í stjórnmálafræði við háskólann í suðaustur Noregi að því hafi lengi verið haldið fram ef fjölmiðlum að stríðið hefði ekkert með stækkun NATO að gera heldur væri um rússneskan áróður að ræða en nú væri þetta orðið staðfest.

Hlusta má á fleiri má af erlendum vettvangi í þættinum í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila