Heimsmálin: Vilja ógilda niðurstöðu kosninga í Brasilíu

Flokkur Jairs Bonsonaro forseta Brasílíu hefur lýst því yfir að flokkur hans muni fara fram á að úrslit kosninganna þar í landi verði gerðar ógildar. Vegna úrslita kosinganna hafa brotist út mikil mótmæli meðal íbúa landsins og er jafnvel talið að mótmælin séu ein þau fjölmennustu í sögu heimsins. Í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag fjallaði Gústaf Skúlason fréttamaður í Stokkhólmi meðal annars um mótmælin sem hafa fengið litla athygli stóru fjölmiðlanna en Gústaf var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.

Ansi mjótt var á munum í niðurstöðum kosninganna en samkvæmt þeim hafði flokkur fyrrum forseta Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva. Það þykir mörgum maðkur í þeirri niðurstöðu og er uppi grunur um kosningasvindl. Sá grunur fékk svo byr undir vængi þegar Varnarmálaráðuneyti landsins birti skýrslu þar sem fram kemur að ekki sé hægt að treysta niðurstöðum kosninganna. Í frétt Útvarps Sögu af mótmælunum um helgina er ferill Luiz Inácio Lula da Silva, sem óhætt er að segja að sé ekki fagur.

Viðbrögð Hæstaréttar í Brasilíu voru ekki á þann veg sem íbúar landsins vonuðu og í stað þess að kanna nánar það sem fram kemur í skýrslu Varnarmálaráðuneytisins var gripið til þess að loka bankareikningum mótmælenda í þeim tilgangi að reyna að þagga niður í þeim. Þær tilraunir til þöggunar hafa þó ekki haft tilætluð áhrif og hefur heldur bæst í mótmælin heldur en dregið úr. Þar fyrir utan hafa meginstraums fjölmiðlar kosið að fjalla ekki um mótmælin, meðal annars stóru fjölmiðlarnir í Brasilíu og hér á landi hefur RÚV til að mynda ekki fjallað um mótmælin.

Mótmælendur segja að þessi þöggun fjölmiðla hafi aðeins gert mótmælin enn öflugri og fjölmennari en rétt er að geta að þó mótmælin hafi verið kröftug þá hafa þau farið friðsamlega fram.

Sumir telja hæstarétt Brasilíu og þá sérstaklega hæstaréttadómarann Alexandre de Moraes spilltan fyrir að hafa gert sósíalistanum Lula da Silva, sem sat í fangelsi dæmdur fyrir mútugreiðslur og peningaþvott, kleift að losna úr fangelsi og fara í forsetaframboð. Hæstiréttur dæmdi réttarhöld yfir honum ógild á grundvelli formgalla. 2019 var da Silva kærður fyrir tíu spillingarafbrot og peningaþvott. Þann 12. júlí 2017 var da Silva dæmdur í 9,5 ára fangelsi fyrir að taka á móti mútum frá byggingarfyrirtæki og fyrir peningaþvott. Hann áfrýjaði dómnum sem var hafnað og í staðinn var refsingin þyngd í 12 ára og 11 mánaða fangelsi. 8. apríl 2018 var da Silva handtekinn og færður til fangelsis í Curitiba til þess að taka út 12 ára fangelsisdóminn. En árið 2019 voru réttarhöldin dæmd ólögleg og Lula látinn laus. Hæstiréttur Brasilíu úrskurðaði að dómarinn í málinu, Sergio Moro sem síðar varð dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Jairs Bolsonaro, hefði verið hlutdrægur. 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila