Heimsmálin: Vindmyllur og sólarsellugarðar ekki umhverfisvæn lausn í orkumálum eins og haldið er fram

Eins og sjá má á þessari mynd eru vindmyllugarðar engin sérstök bæjarprýði.

Vindmyllur og sólarsellugarðar eru ekki eins umhverfisvæn lausn og haldið sé fram, auk þess séu slíkar lausnir ekki mjög stöðugar þegar á reynir. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í þættinum Heimsmálin, fréttir og fréttatengt efni af erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Guðmundur bendir á að bæði vindmyllu og sólarsellugarðar aki gífurlegt pláss, séu sjónmengun séu þeir reistir nærri ferðamannastöðum eða byggð “ auk þess er mikið viðhald sem fylgir þessu og það er ekki hægt að treysta á þessa orkuöflunarleið allt árið“ segir Guðmundur. Þá bendir Guðmundur á að vindmyllur hafi reynst sjaldgæfum fuglategundum hættulegar því brögð eru að því að fuglar fljúgi á spaðana. Hér á landi hafa verið uppi áform af hálfu erlendra aðila og bendir Guðmundur á að ef orkupakki þrjú færi í gegn færu þeir aðilar fram á að geta selt orkuna úr landi og arðurinn af slíkum myllum færi allur úr landi og kæmi íslendingum ekki til góða að neinu leyti. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila