Heimsmálin: Vísbendingar um að Rússar séu farnir að vopna Jemena

Árás sem gerð var á flugmóðurskipið USS Eisenhower fyrir viku bendir til þess að Rússar séu farnir að senda vopn til Jemen. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Haukssonar þjóðfélagsrýnis í Heimsmálunum í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar.

Bjarni segir að árásin sem hafi verið gerð af Hútum með eldflaug, sem fregnir herma að hafi verið rússnesk eða þeir hafi að minnsta kosti fengið upplýsingar frá Rússum hvernig beita ætti umræddri eldflaug. Ástæða þess að komist hafi verið að þessari niðurstöðu er sú að Hútar hafi áður verið að senda eldflaugar gegn bandaríska flotanum en þá hafi aðeins verið ráðist gegn freigátum og tundurspillum.

Elldflaugin sem Hútar notuðu hefur líklegast verið frá Rússum

Umrædd eldflaug hafi verið af öðrum toga hvað stýringu varðar því til þess að komast hjá varnarkerfi flugmóðurskipa,sem séu mjög öflug, þurfi að stýra henni á ákveðin hátt eða flaugin þurfi að vera sérhæfð til þess að hæfa skotmarkið. Ekki séu til flaugar þeirrar tegundar í Jemen né sé þekking til staðar til þess stýra flaugum á þennan hátt. Því liggur ljóst fyrir að annað hvort hafi flaugin verið rússnesk sem sé líklegri skýring eða að leiðbeiningar um stjórn flaugarinnar hafi komið frá sérfræðingum í Rússlandi.

Augljós stigmögnun stríðsins

Þá sé í raun sama hvor skýringin sé rétt því þarna sé augljós stigmögnun átaka í gangi og Pútín hefur látið það frá sér fara að hann gæti vel vopnað þjóðir gegn óvinum sínum líkt og Bandaríkin hafi gert varðandi Úkraínu. Verið sé að gjalda líkum líkt.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila